Hetti mistókst að tryggja sér sæti í úrvalsdeild karla um helgina þegar liðið tapaði fyrir Hamri í Hveragerði. Fjarðabyggð vann góðan sigur á Keflavík í Lengjubikar karla.
Sterkustu knapar Austurlands eru skráðir til leiks í Ístöltmóti hestamannafélagsins Freyfaxa sem fram fer á Móavatni við Tjarnarland á morgun. Kvennalið Þróttar í blaki leikur lykilleiki við Þrótt Reykjavík um helgina.
Karlalið Hattar í körfuknattleik þarf að vinna einn leik í viðbót til að tryggja sér sæti í úrvaldsdeild á næstu leiktíð. Þjálfarinn segir að liðið verði að halda einbeitingu til að ljúka leikjunum þremur sem eftir eru.
Þróttur Neskaupstað og Þróttur Reykjavík berjast um fjórða sæti úrvalsdeildar kvenna í blaki og þar með síðasta sætið í úrslitakeppni Íslandsmótsins í vor. Liðin unnu sinn leikinn hvort þegar þau mættust um síðustu helgi.
Ellefu leikja sigurgöngu Hattar í fyrstu deild karla lauk í gær þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Val. Kvennalið Þróttar tapaði tvisvar gegn Stjörnunni um helgina og Fjarðabyggð tapaði fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum. Fjarðabyggð féll úr leik í spurningakeppninni Útsvar.
Höttur heldur átta stiga forskoti á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Skagamönnum í gær. Karlalið Þróttar vann Aftureldingu á föstudagskvöld og Fljótsdalshérað komst örugglega áfram í Útsvari.