Kvennalið Þróttar í blaki er komið í annað sæti úrvalsdeildar kvenna eftir að hafa lagt KA um helgina en karlaliðið tapaði sínum leikjum. Höttur tekur á móti Þór í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld.
Höttur og Fjarðabyggð standa sameiginlega fyrir uppboði á Tottenham-treyju sem árituð er af íslenska landsliðsmanninum Gylfa Sigurðssyni í fjáröflunarskyni fyrir sjötta flokk drengja.
Búið er að ákveða að fresta Ístölti Freyfaxa og Ávaxtamóti UÍA í frjálsíþróttum sem halda átti á morgun vegna slæms veðurútlits. Beðið er með ákvörðun um leiki Þróttar og HK í blaki.
Búið er að fresta leik Hattar og Þórs frá Akureyri í 1. deild karla í körfuknattleik sem fram átti að fara á Egilsstöðum í kvöld. Einnig er óvíst um fjóra leiki Þróttar og KA í blaki karla og kvenna sem fram áttu að fara í dag og á morgun.
Tveir drengir frá Hetti voru nýverið valdir í úrvalshópa Fimleikasambands Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður í haust. Flokkum félagsins hefur gengið ágætlega í Íslandsmótinu að undanförnu. Körfuknattleikslið Hattar vann leik sinn um helgina.
Karlalið Aftureldingar í blaki á yfir höfði sér sektir eftir að hafa skrópað í báðum leikjum sínum gegn Þrótti í Neskaupstað í síðustu helgi. Kvennaliðið tapaði í toppslagnum fyrir Aftureldingu. Körfuknattleikslið Hattar vann öruggan sigur á ÍA.
Þrír Austfirðingar taka þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands sem haldið verður á Mývatni um helgina. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara.
Þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki segir leikmenn liðsins hafa gert of mikið af mistökum í leikjum þess gegn HK um helgina. Liðin mættust tvívegis í Neskaupstað og unnu sinn leikinn hvort.
Kvennalið Þróttar heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í toppslag í Mikasa-deild kvenna í blaki á morgun. Karlalið Aftureldingar spilar tvo leiki í Neskaupstað og körfuknattleikslið Hattar tekur á móti Skagamönnum í kvöld.