Leikmenn færeyska knattspyrnufélagsins MB Miðvágur hafa undanfarna viku dvalist við undirbúning fyrir komandi keppnistímabil á Austfjörðum. Leikmennirnir hrifust af Fjarðabyggðarhöllinni en engin yfirbyggður knattspyrnuvöllur er í Færeyjum.
Höttur vann í gærkvöldi sinn annan leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Keflavík, nokkuð óvænt, 93-95 í spennuleik í Keflavík. Hattarmenn reyndust sterkari á lokasprettinum þar sem þeir hafa svo oft brotnað.
„Ætli ég reyni ekki að ganga í vinnuna, það er aðeins auðveldara fyrir mig en Pál Björgvin,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, en starfsmenn sveitarfélagsins munu etja kappi við starfsmenn Fjarðabyggðar í Lífshlaupinu næstu þrjár vikur.
Aðstandendur kvennaliðs Þróttar Neskaupstað tóku vel á móti liðinu þegar það kom heim með deildarmeistaratitilinn í blaki á laugardag. Fyrirliði liðsins segir að trúin á að bikarinn kæmi austur hafi endanlega komið í leiknum þar sem hann var tryggður.
Lið Þróttar er hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna eftir 3-0 sigur á keppinautum sínum í Aftureldingu á laugardag. Karlaliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í voru með að ná fjórum stigum gegn HK um helgina.
Þróttur vann tvo mikilvæga sigra á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í blaki um helgina. Leikmaður Þróttar komst í seinni leiknum í hóp þeirra leikmanna sem mest hafa skorað í einum leik í Íslandssögunni.
Höttur féll í gærkvöldi úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 68-80 ósigur gegn Tindastóli á heimavelli. Liðið hefur aldrei náð að halda sér uppi í þau þrjú skipti sem liðið hefur leikið í úrvalsdeildinni.
Þróttur Neskaupstað heldur toppsætinu í Mizuno-deild kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Völsungi í Neskaupstað í gærkvöldi. Framundan eru erfiðir leikir gegn Aftureldingu sem að líkum ráða hvort liðið verður deildarmeistari.
Höttur vann í gærkvöldi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla á þessi tímabili þegar liðið lagði Þór Akureyri á heimavelli 86-75 eftir framlengdan leik. Fátt virðist hins vegar getað bjargað liðinu frá falli.