Tíu einföld ráð til að verja sig betur á netinu - Kannski viltu nota Tor?

Article Index

10 Tor project logo hqKannski viltu nota Tor?

Til að vafra um Internetið eftir ströngustu reglum nafnleysis er hægt að nota Tor. Tor er í raun þitt eigið net sem skoppar á milli þúsunda beina um allan heim í þeim tilgangi að fela síður sem þú hefur heimsótt eða fela hvaðan þú kemur (IP töluna þína).

Til að komast inn á Tor þá fer maður inn á Tor heimasíðuna, sækir lítinn hugbúnað sem maður keyrir upp í tölvunni. Sá hugbúnaður skráir tölvuna inn á net sem er hluti af Tor-netinu. Því næst opnarðu uppáhalds netvafrann þinn og vafrar um Internetið eins og þú ert vanur/vön að gera.

Þess ber þó að geta að Tor er greinilega ekki 100% nafnlaust eins og sagt er frá í nýlegri frétt. Nemandi í háskóla að komast hjá því að taka próf og tilkynnti um sprengjuhótun til háskólans á prófdegi og notaði Tor netið til þess. Sérfræðingar lögreglunnar sáu samt við honum og náðu honum, þrátt fyrir að hann færi í gegnum Tor netið.

gardar valur hallfredsson web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar