Tíu einföld ráð til að verja sig betur á netinu - Dulkóðaðu netpóstinn þinn
Article Index
Page 10 of 11
Dulkóðaðu netpóstinn þinnÞrátt fyrir að fríar póstþjónustur eins og Gmail, Microsoft Outlook og Yahoo Mail hafi uppfært dulkóðunarstaðla sína á undanförnum árum finnst ekki öllum það duga. Netpóstur sem þú sendir fer enn um póstþjóna og þar með eru póstarnir vistaðir á slíkum þjónum. Vissulega eru til leiðir til að auka öryggi á netpósti en án þess að gera lítið úr meðalnotendum þá tel ég margar þeirra of flóknar fyrir þá.
Hægt er að dulkóða póstsamskipti, til dæmis með forritinu PGP (Pretty Good Privacy). Þá geta einungis þeir sem þú treystir opnað netpóstinn frá þér, með hjálp dulkóðunarlykla. Hægt að lesa leiðbeiningar um uppsetningu PGP á Lifehacker vefsíðunni.
Ég vil þó vekja athygli á einu sem ég er mjög spenntur fyrir. Íslenskir forritarar sem hafa náð að fjármagna verkefni er kallast Mailpile, en markmið þeirra er að búa til vefpóst sem er jafn einfaldur í notkun og Gmail en með öryggisstöðlum OpenPGGP dulkóðunar. Vefpósturinn keyrir ekki á neinum vefþjóni heldur er tölvan þín gerð að litlum póstþjóni í staðinn.
Þegar þú sendir netpóst kemur pósturinn aldrei við á neinum póstþjóni, semsagt aldrei hjá þriðja aðila, heldur fer beina leið til þess sem á að taka við póstinum og dulkóðaður í þokkabót. Ég veit þetta kann að hljóma flókið en ég mæli með að menn skoði Mailpile heimasíðuna.