Tíu einföld ráð til að verja sig betur á netinu - Kanna vefslóð (URL)
Article Index
Page 3 of 11
Kanna vefslóð (URL)Allar vefslóðir ættu í raun að innihalda „https" á undan vefslóðinni í staðinn fyrir hefðbundið „http" til að tryggja dulkóðuð samskipti frá tölvunni þinni við vefþjóninn sem hýsir heimasíðuna sem þú ert að skoða. Þetta á sérstaklega við ef þú notar netið á opnum stöðum eins og flugvöllum og kaffihúsum.
Hvað gerirðu ef það vantar s-ið í slóðin? Hægt er að setja upp lítið aukaforrit fyrir netvafra sem kallast „HTTPS Everywhere." Forritið endurskrifar samskiptin yfir í https. Það þarf ekkert að kunna, nema setja það einu sinni upp.