Tíu einföld ráð til að verja sig betur á netinu - Vafraðu án þess að fylgst sé með þér

Article Index

5 incognito-window-google-chrome9Vafraðu án þess að fylgst sé með þér

Þegar þú leitar að einhverju á Internetinu geymir leitarsíðan hvaða leitarorð þú notaðir ásamt IP-tölu þinni, sem er þitt auðkenni á netinu. Til að leita nafnlaust á netinu er hægt að prófa DuckDuckGo sem er leitarvél sem ver auðkenni þitt. Þegar þú opnar hvað sem er á netinu sendir tölvan þín upplýsingar um sig yfir netið þannig sem gerir öðrum kleyft að bendla ýmislegt við þig, sem eru í raun eðli netsamskipta. DuckDuckGo vistar aldrei þessi gögn.

Flestar þjónustur vista þessar upplýsingar sem geta svo seinna meir verið notaðar af þeim einkaaðilum, eða jafnvel opinberum aðilum, til að rýna. Með því að rýna í þessari upplýsingar er hægt að sníða leitarniðurstöður að notandanum, nánar tiltekið fyrir auglýsinga- og söluaðila til að skila þér leitarniðurstöðum (dulbúnum auglýsingum).

Við getum tekið dæmi um tvær tölvur í eigu sitt hvors aðila. Þeir rita inn sömu leitarorðin á sama tíma en fá ólíkar niðurstöður eftir því hvað auglýsendur borguðu til að koma sér framar.

Í Google Chrome er hægt að vafra í „Incognito mode" með því einfaldlega að ýta á CTRL+SHIFT+N. Það felur að vísu hvorki leitarorð né IP tölur en bætir samt sem áður öryggi að einhverju leiti gagnvart friðhelgi einkalífsins. Gögn eru til dæmis ekki vistuð og vafrakökum eytt eftir að vafranum er lokað. Skref í rétta átt en að mínu mati ekki nóg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.