Tíu einföld ráð til að verja sig betur á netinu - Tveggja þrepa prófun
Article Index
Page 2 of 11
Tveggja þrepa prófunEf þú notar helstu samfélagsmiðla þá bjóða þeir nú þegar upp á svokallaða tveggja þrepa prófun á lykilorði. Tveggja þrepa prófun er sú aðferð að sannreyna að þú sért raunverulega þú.
Ef þú skráir þig inn á vef færðu sms í símann þinn með leyniorði sem þú ritar til að klára skráninguna, að því gefnu að að þú hafir áður skráð símanúmer þitt á vefnum. Ef þú notar tveggja þrepa prófun þá eykur þú öryggi þitt til muna, þ.e.a.s. minnkar líkurnar á að einhver steli aðgangi þínum að þessum miðlum.
Hægt er að nálgast upplýsingar um tveggja þrepa prófun á Google, Facebook, Microsoft, Twitter, til að taka einhver dæmi.