Tíu einföld ráð til að verja sig betur á netinu - Breytum ömurlegum lykilorðum

Article Index

3 passwordsBreytum ömurlegum lykilorðum

Þetta er gömul lumma en flestir hafa heyrt þessa predikun frá örófi Internetsins. Ég segi að góð vísa sé aldrei oft kveðin. Hér eru algengustu lykilorðin sem vöru „hökkuð" í nóvember 2013. Ef einstaklingur notar lykilorð eins og „123456" er varla hægt að vorkenna honum ef hann lendir í persónunjósnum.

Notaðu frekar löng lykilorð, átta stafi eða fleiri. Reyndu að komast hjá því að nota nöfn sem lykilorð eða hluta úr lykilorði. Notaðu frekar eitthvað stafarugl sem þú bara þekkir, eins og t.d. samsetningu á fyrstu stöfum hvers orð í einhverri setningu sem þú þekkir.

Skiptu á milli tölustafa, há- og lágstafa, notaðu tákn eða eitthvað annað. Sterkt lykilorð er eitthvað eins og t.d. zFtg45kj%gh8. Sennilega er mjög erfitt að muna lykilorðið en það er samt sem áður öruggara.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar