Tíu einföld ráð til að verja sig betur á netinu - Verndaðu spjall (chat) og gögn á netinu (cloud storage)

Article Index

6 cloudfoggerVerndaðu spjall (chat) og gögn á netinu (cloud storage)

Margir þjónustuaðilar á netinu vista persónugögn með eða án okkar vitneskju. Ýmis spjallforrit vista öll samtöl, til dæmis Til eru fínar lausnir til að auka öryggið í spjallforritum sem kallast OTR plug-in (off the record plug-in). Nefna má spjallforrrit eins og Cryptocat og Pidgin (sem ég nota sjálfur) og tengja þig við þá þjónustur sem þú notar nú þegar.

Dropbox er rafræn gagnageymsla sem margir Íslendingar þekkja. Dropbox er tiltölulega öruggt forrit en ekki gallalaust. Fyrir rúmu ári komust hakkarar í lykilorð frá fyrirtækinu sem síðan hefur eflt varnir sínar.

Þó er hægt að bæta við örlitlu öryggi á oddinn þegar kemur að Dropbox, Skydrive, Google Drive og öðrum gagnageymslum sem eru geymd á svokölluðum skýjum (e. clouds). Með að setja upp Cloudfogger eða Boxcryptor má auka öryggi gagna sem eru geymd á slíkum skýjum. Forritin dulkóða skrárnar áður en þú hleður þeim á gagnageymslurnar og þær geymdar þar á því formi sem kalla má tvöfalt öryggi.

Þetta er sérstaklega gagnlegt ef þú notar Google Drive en fyrirtækið er með brenglaða notkunarskilmála sem gefur því leyfi að eiga, skoða, nota, dreifa og gera nánast hvað sem er við gögnin sem þú geymir á Google Drive eða Google Docs. Það er sorgleg staðreynd.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar