Þjóðleik púslað saman

Þjóðleikur, stærsta leiklistarhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, var sett við formlega viðhöfn fyrr í dag. Í opnunarhófi veittu Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Vigdís Jakobsdóttir deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins viðurkenningar til leikhópanna þrettán sem taka þátt. Meðal gesta voru forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, þingmenn og frambjóðendur í Norðausturkjördæmi og bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ungmenni af öllu Austurlandi sem þátt taka í Þjóðleik flykktu sér um kl. 13 í mikla skrúðgöngu við Valaskjálf og marséruðu niður að menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu. Á þessum tveimur stöðum fara fram hátt í 30 leiksýningar á næstu þremur dögum. Hóparnir lögðu hver sitt púsl í mynd sem, þegar allt var komið, myndaði merki Þjóðleiks.

tjodleikur

Lesa meira

Lyftum huganum hærra 25. apríl

Ragnhildur Arna Hjartardóttir skrifar:      Kjördæmapólitík þykir heldur neikvæð. Þó er kjördæmapólitík í grunninn aðeins sú pólitík að fólk í kjördæmunum veki athygli stjórnmálamanna á brýnustu verkefnum í sínu byggðarlagi. Enda er gert ráð fyrir að málin gangi þannig fyrir sig. Í Borgarahreyfingunni erum við samt sem áður sannfærð um að leggja verði nýjan grunn að íslensku samfélagi.

Lesa meira

Fullveldi eða nýlenda?

Þorkell Ásgeir Jóhannsson skrifar:   Það tók okkur aldir að verða sjálfstæð á nýjan leik. Síðan tók við áratuga löng barátta til að öðlast yfirráð yfir auðlindunum umhverfis landið, barátta sem kostaði bein átök við viss herveldi í Evrópu, en þau nutu þar beinlínis fulltingis Evrópubandalagsins, sem nú er Evrópusambandið.

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Austurglugginn er að mestu helgaður kosningunum á morgun. Auk greina frambjóðenda, þar sem baráttumálin eru reifuð, er umfjöllun um stöðu flokkanna og íslenskt lýðræði. Efling sveitarstjórnarstigsins er tekin til skoðunar auk fleiri mála sem tengjast ástandi þjóðarbúsins. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum fjórðungsins.

agl_kominn_t3.jpg

Gleðilegt sumar!

Austurglugginn óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars og þakkar frábærar viðtökur blaðs og fréttavefs á Austurlandi. Þrátt fyrir þrengingar þjóðarbúsins má lengi vonast eftir betri tíð með blómum í haga!

sumar.jpg

108 blaklið mæta til leiks 30. apríl

34. Öldungamót Blaksambands Íslands verður haldið á  Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði dagana 30. apríl – 2. maí 2009.  Mótið hefur einungis verið haldið tvívegis á Austurlandi og þá í bæði skiptin á Neskaupstað árið 1999 og 2003. 108 lið mæta til leiks og eykst íbúafjöldi svæðisins um allt að þúsund manns þessa helgi.

oldungamot_banner.jpg

Lesa meira

Frávísun til skoðunar í heilbrigðisráðuneyti

,,Frávísun ríkissaksóknara er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og varla að vænta svara fyrr en eftir helgi. Á meðan er ekki að vænta neinna yfirlýsinga frá HSA,“ segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Sem kunnugt er hefur ríkissaksóknari hætt rannsókn á störfum yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar en yfirstjórn HSA leysti lækninn tímabundið frá störfum 12. febrúar.hbr_logo.jpg

Lesa meira

Stærsta leiklistarhátíð Íslands

Þjóðleikur, stærsta leiklistarhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, opnar á morgun á Egilsstöðum. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað komu sína og hyggst sækja leiksýningar morgundagsins. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra menntamála, verður jafnframt viðstödd hina formlega opnun á morgun og sækir sýningar.

 jleikurvefur.jpg

Lesa meira

Eitt hundrað milljónum úthlutað til ferðaþjónustu

 

Eitt hundrað milljónum króna hefur verið úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land samkvæmt vef iðnaðarráðuneytisins. Alls bárust 210 umsóknir um styrkina. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.

 

 

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar