Salka hvetur ungt fólk til að kjósa

Salka, félag Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri, hvetur íbúa í Norðausturkjördæmi til að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu og taka þannig þátt í að varða veginn að breyttu samfélagi.

Lesa meira

Brýn verkefni framundan

Helena Þuríður Karlsdóttir skrifar:  

   Samfylkingin í Norðausturkjördæmi efnir til opins rafræns prófkjörs dagana 5.-7. mars nk. Kosið er um 8 bindandi sæti.

helena_karlsdttir-mynd.jpg

Lesa meira

Leiðindaveður í fjórðungnum

Á Austurlandi er nú víða þungfært og vont veður með talsverðri ofankomu.Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum, þungfært á Vopnafjarðaheiði og þar er verið að ryðja. Þungfært, hálka og skafrenningur á Oddsskarði. Ófært er á Fagradal og snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálka og skafrenningur er með ströndinni Þæfingsfærð er í Skriðdal og ófært yfir Breiðdalsheiði. Búist er við að veður stillist er líður á daginn.

179492_63_preview.jpg

Forgangsröðun á erfiðum tímum

Jónína Rós Guðmundsdóttir skrifar:    Það er mikið talað um starfskenningu fagstétta núna, hver starfsmaður er hvattur til að vera meðvitaður um á hvaða lífssýn og fræðum hann byggir starf sitt.  Það er meinhollt fyrir alla að fara í svona naflaskoðun.  Ég held að það sé engri stétt hollara en stjórnmálafólki að spyrja sig stöðugt að því hvort það sé að vinna samkvæmt sinni lífssýn og stefnu.

jnna_rs_gumundsdttir.jpg

Lesa meira

Steingrímur, Þuríður og Björn Valur í þremur efstu hjá VG í Norðausturkjördæmi

Talningu í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi lauk í gærkvöld og var kjörsókn tæplega 63%. Einn kjörseðill var úrskurðaður ógildur. Alls gaf 21 félagi kost á sér í forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið en alls var kosið í átta sæti. Þuríður Backman er í öðru sæti og Björn Valur Gíslason í því þriðja.

vg_logo_rautt_web.jpg

Lesa meira

Góð ferð hjá UÍA fólki

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram síðastliðna helgi í Laugardalshöll. Góð þátttaka var á mótinu, en alls tóku 376 keppendur frá 19 félögum og héraðssamböndum þátt. UÍA átti fimm keppendur að þessu sinni, þau Atla Geir Sverrisson (Hetti), Erlu Gunnlaugsdóttur (Hetti), Daða Fannar Sverrisson (Hetti), Heiðdísi Sigurjónsdóttur (Hetti) og Mikael Mána Freysson (UMF. Þristi).

uia_vefur.jpg

Lesa meira

Framhaldsskólanemar ættu að skrifa stjörnufræðiritgerð

Stjörnusjónaukinn á nú fjögur hundruð ára afmæli. Í tilefni þess eiga framhaldsskólanemar á Norðurlöndum möguleika á að komast til eyjarinnar La Palma á Kanaríeyjum. Skrifa þarf ritgerð um eitthvað sem tengist stjarnvísindum og munu höfundar bestu ritgerðar á hverju Norðurlandanna fara saman til La Palma og skoða stjörnur himinsins í Norræna stjörnusjónaukanum, sem er fullkominn 2,6 m spegilsjónauki.

venusuv95.gif

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Meðal efnis í nýjum Austurglugga er viðtal við samgönguráðherra, þar sem farið er ofan í samgönguframkvæmdir á Austurlandi næstu misseri og líkur á byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll í ár. Rætt er við stjórnarformann Markaðsstofu Austurlands um tíu ára afmæli stofunnar og landslag austfirskrar ferðaþjónustu. Prófkjör setja mark sitt á blaðið og Elma Guðmundsdóttir í Neskaupstað  skrifar um Færeyjaferð. Matgæðingur vikunnar er rekstraraðili Valaskjálfar, Dagmar Jóhannesdóttir.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

bw0165-015.jpg

Dæmdur fyrir að kaupa bensín með korti Alcoa

ImageHéraðsdómur Austurlands dæmdi í seinustu viku tæplega fimmtugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kaupa bensín með korti vinnuveitanda síns.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.