Framboðslisti Framsóknarflokksins
Framsóknarfólk hefur staðfest framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Listinn er eftirfarandi:
Og hvað svo?
Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar: Eftir lestur um hugmyndir að atvinnuuppbygginu í landinu get ég bara ekki orða bundist. Ríkið ætlar að skaffa 4000 störf á árinu, sem er nú bara gott og blessað. Þetta eru störf í byggingariðnaði, gróðrabelta gerð og svo listamannalaun fyrir 180 manns ásamt öðru. Alls ekkert út á þetta að setja og hið besta mál....sem skammtímalausn á þeim vanda sem blasir við okkur í dag.Sveigjanleiki sem aldrei fyrr
Ferðaþjónustan á Austurlandi er sérstaklega viðkvæm nú að mati Auðar Önnu Ingólfsdóttur, hótelstjóra Hótels Héraðs á Egilsstöðum. Hún segir mikla umræðu hafa verið innan keðju Icelandair-hótelanna undanfarið í ljósi efnahagsástandsins og sveigjanleiki að síbreytilegum aðstæðum sé nú lykilatriði. Þetta kom fram á atvinnumálaráðstefnu á Egilsstöðum fyrir skemmstu.
Innan við tvær milljónir að austan
Stuðningur austfirskra fyrirtækja við stjórnmálaflokka árið 2007 var tæp 1,8 milljón íslenskra króna. Þrjú framboð af sex skiptu styrkjunum með sér.
Staðfestur listi Sjálfstæðisflokksins
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti í dag tillögu kjörnefndar um framboðslista flokksins í kjördæminu við þingkosningar í vor.
Ófært og veður fer versnandi
Það er enn vetur á ísa köldu landi þrátt fyrir að nokkrir hugrakkir tjaldar hafi tyllt sér niður á Austurlandi sem fyrstu vorboðar ársins. Björgunarsveitir hafa haft næg verkefni undanfarna daga við að bjarga ökumönnum úr sköflum á vegum úti. Þakka ber björgunarsveitarfólki óeigingjarnt starf sitt í þágu almannaheilla, þessu fólki sem dag og nótt er tilbúið að fara út í verstu aðstæður til að rétta samborgurum í vanda hjálparhönd.
Framtíðarsýn á Austurlandi - ógnanir og tækifæri...
Valdimar O. Hermannsson skrifar: Á öllum tímum er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir alla að staldra við og setja sér markmið fyrir komandi framtíð. Þetta á alls ekki einungis við um áramót, þegar fólk gjarnan stígur á stokk og setur sér háleit markmið fyrir árið, um persónulegan árangur í m.a. að taka sig nú á í ræktinni, aukna útivist og að ná betri árangri í vinnu eða íþróttum.
Ásta Hafberg í fyrsta sæti hjá Frjálslynda flokknum í NA
Kjördæmisráð Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi hefur lokið við framboðslista sinn fyrir komandi kosningar. Fyrsta sæti listans skipar Ásta Hafberg Sigmundsdóttir verkefnastjóri á Fáskrúðsfirði og Axel Yngvason verkamaður á Kópaskeri skipar annað sætið. Kári Þór Sigríðarson búfræðingur frá Akureyri er í þriðja sæti og Eiríkur Guðmundsson nemi á Djúpavogi í því fjórða.