Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi verður haldið á Hótel Seli í Mývatnssveit, sunnudaginn 8. mars klukkan 14:00. Á dagskrá er tillaga kjörstjórnar um röðun á framboðslista VG fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009.

vg_logo_rautt_web.jpg

Lýðræðið fótum troðið í Norðausturkjördæmi

Bernharð Arnarson hefur ákveðið að draga framboð sitt á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi til baka en hann bauð sig fram í 5. – 8. sæti. ,,Ástæðan er ólíðandi framganga stjórnar Kjördæmasambands Norðausturkjördæmis sem studd er af landsstjórn flokksins. Ákvarðanir þær sem stjórnirnar hafa tekið undangengna daga eru í slíkri andstæðu við öll réttlætis- og jafnræðissjónarmið að annað eins er fáséð og alls ekki í anda eða samkvæmt gildum Framsóknarflokksins," segir Bernharð.

frams.jpg

Lesa meira

Bjartsýni um olíu á Drekanum

Auknar líkur virðast nú á að olía kunni að finnast á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Nýlegar hljóðbylgjumælingar og endurmat á upplýsingum sem þegar liggja fyrir benda til þess að setlög, svipuð þeim sem finna má á nærliggjandi og jarðfræðilega tengdum olíusvæðum við Noreg og Grænland.  

drekasvi.jpg

Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður - umhverfi og samfélag

Þróunarfélag Austurlands mun stýra verkefninu Vatnajökulsþjóðgarður, umhverfi og samfélag, og vinna það í samvinnu við Atvinnuþróunarfélög Þingeyinga og Suðurlands. Unnin verður markviss stefnumótunaráætlun fyrir samfélagið í heild þar sem hugsað verður til framtíðar þjóðgarðsins en ekki síður samfélagsins í og við hann.

Lesa meira

Höttur getur enn sloppið

Höttur á enn möguleika á að bjarga sér frá falli úr 1. deild karla í körfuknattleik eftir að liðið vann Laugdæli á Egilsstöðum um helgina. Þróttarstúlkum tókst ekki að koma í veg fyrir að HK yrði deildarmeistarar í blaki þótt þær ynnu fyrri leik liðanna á Norðfirði.

 

Lesa meira

Ásta Hafberg í efsta sæti Frjálslyndra í NA-kjördæmi

Kjördæmisráð Frjálslynda Flokksins í Norðausturkjördæmi lýkur nú senn við uppsetningu á framboðslista sínum fyrir komandi alþingiskosningar. Þegar liggur þó fyrir hver mun skipa 1. sæti listans , þ.e.  Ásta Hafberg S. og er hún fædd 1971, í Reykjavík þar sem hún ólst upp að mestu. Eiginmaður Ástu er Bastian Stange fæddur 1974 í Stade Þýskalandi, hann er menntaður skipstjóri og vélvirki. Til samans eiga þau 6 börn á aldrinum 6 mánaða, 2ja, 7, 10, 11, og 13 ára.

sta_hafberg.jpg

Lesa meira

Sextug í Vasa-göngunni

Vasagangan í Svíþjóð hófst í gærmorgun. Gengnir eru 90 kílómetrar á skíðum milli Sälen og Mora. Meðal fjölmargra keppenda eru nokkrir Austfirðingar og þar á meðal mun vera Kolfinna Þorfinnsdóttir sem varð sextug á dögunum. Geri aðrir betur.

snjlabb.jpg

Vinnunefndir vegna samvinnu

Fljótsdalshérað og Djúpavogshreppur hafa valið fulltrúa í viðræðunefnd sem sér um að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga. Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð skoða möguleika á sameiginlegri velferðarþjónustu.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar