Hákon Aðalsteinsson, skáld og fyrrum skógarbóndi á Húsum í Fljótsdal, er látinn, á 74. aldursári. Hann lést 6. mars, eftir erfið veikindi. Hákon eignaðist fjögur börn. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Benediktsdóttir. Útför hans fer fram í kyrrþey.
Fátt virðist benda til að nokkur loðnuvertíð verði þetta árið. Flest fjölveiðiskip flotans eru á gulldepluveiðum suður af landinu eða á kolmunna vestur af Írlandi. Útgerðin á Austurlandi verður fyrir verulegum skakkaföllum, enda uppsjávarveiðiskip þar stór hluti. Þrátt fyrir lélega vertíð í fyrra skapaði hún um níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Síðustu fimm árin hafa þau verið á milli 6 og 10 milljarðar að jafnaði, en árið 2002 var sérlega gott þegar útflutningsverðmæti loðnu fór yfir 20 milljarða króna. Svo virðist sem fiskifræðingar búist einnig við arfaslakri loðnuvertíð á næsta ári, en betur horfi fyrir 2011 vegna mikils seiðafjölda og verulegrar útbreiðslu þeirra. Þó eru áhyggjur af hversu loðnan hefur lítið komið til hrygningar nú upp á síðkastið.
Jónína Rós Guðmundsdóttir skrifar:Það er mikið talað um starfskenningu fagstétta núna, hver starfsmaður er hvattur til að vera meðvitaður um á hvaða lífssýn og fræðum hann byggir starf sitt.Það er meinhollt fyrir alla að fara í svona naflaskoðun.Ég held að það sé engri stétt hollara en stjórnmálafólki að spyrja sig stöðugt að því hvort það sé að vinna samkvæmt sinni lífssýn og stefnu.
Vorið er tekið að boða komu sína. Tjaldurinn er að raða sér niður á Austurland og sáust nokkrir fuglar á Eskifirði og milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Fylgir sögunni að í fyrra hafi fyrstu tjaldarnir birst á nákvæmlega sama mánaðardegi á Eskifirði.
Skólahreysti MS með austfirskum grunnskólum verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum 19. mars kl. 15. Í fréttatilkynningu frá Skólahreysti segir að mikill gangur sé í keppnum og hafi tvö Íslandsmet fallið nú síðast. Þá er sprottinn upp nýr Íslandsmeistari í armbeygjum; Unnbjörg J. Ómarsdóttir í Réttarholtsskóla tók heilar 80 armbeygjur sem vart á að vera mögulegt. Austfirskir þátttakendur í Skólahreysti MS þurfa því að setja markið hátt.
Stjörnusjónaukinn á nú fjögur hundruð ára afmæli. Í tilefni þess eiga framhaldsskólanemar á Norðurlöndum möguleika á að komast til eyjarinnar La Palma á Kanaríeyjum. Skrifa þarf ritgerð um eitthvað sem tengist stjarnvísindum og munu höfundar bestu ritgerðar á hverju Norðurlandanna fara saman til La Palma og skoða stjörnur himinsins í Norræna stjörnusjónaukanum, sem er fullkominn 2,6 m spegilsjónauki.
Einar Már Sigurðaron, alþingismaður úr Neskaupstað, varð ekki í einu af
átta efstu sætunum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, Egilsstöðum, varð í þriðja.
Salka, félag Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri, hvetur íbúa í Norðausturkjördæmi til að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu og taka þannig þátt í að varða veginn að breyttu samfélagi.