Brýn verkefni framundan

Helena Þuríður Karlsdóttir skrifar:  

   Samfylkingin í Norðausturkjördæmi efnir til opins rafræns prófkjörs dagana 5.-7. mars nk. Kosið er um 8 bindandi sæti.

helena_karlsdttir-mynd.jpg

Lesa meira

Leiðindaveður í fjórðungnum

Á Austurlandi er nú víða þungfært og vont veður með talsverðri ofankomu.Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum, þungfært á Vopnafjarðaheiði og þar er verið að ryðja. Þungfært, hálka og skafrenningur á Oddsskarði. Ófært er á Fagradal og snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálka og skafrenningur er með ströndinni Þæfingsfærð er í Skriðdal og ófært yfir Breiðdalsheiði. Búist er við að veður stillist er líður á daginn.

179492_63_preview.jpg

Áskell Einarsson sækist eftir 2.-8. sæti hjáFramsókn í NA-kjördæmi

Áskell Einarsson bóndi og hestamaður sækist eftir 2.-8. sæti sæti á lista Framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Áskell er fæddur 1945 og hefur starfað við landbúnaðarstörf ásamt ýmiss konar verkamannavinnu og fiskvinnslustörfum í 45 ár. Með framboði sínu vil hann verða fulltrúi eldri borgara og öryrkja og vinna að því að leiða þjóðina út úr þeim þrengingum sem hún er í. Huga þarf sérstaklega að þeim sem verst eru staddir í þjóðfélaginu á þessum tímum.

skell_einarsson.jpg

Lesa meira

Steingrímur, Þuríður og Björn Valur í þremur efstu hjá VG í Norðausturkjördæmi

Talningu í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi lauk í gærkvöld og var kjörsókn tæplega 63%. Einn kjörseðill var úrskurðaður ógildur. Alls gaf 21 félagi kost á sér í forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið en alls var kosið í átta sæti. Þuríður Backman er í öðru sæti og Björn Valur Gíslason í því þriðja.

vg_logo_rautt_web.jpg

Lesa meira

Góð ferð hjá UÍA fólki

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram síðastliðna helgi í Laugardalshöll. Góð þátttaka var á mótinu, en alls tóku 376 keppendur frá 19 félögum og héraðssamböndum þátt. UÍA átti fimm keppendur að þessu sinni, þau Atla Geir Sverrisson (Hetti), Erlu Gunnlaugsdóttur (Hetti), Daða Fannar Sverrisson (Hetti), Heiðdísi Sigurjónsdóttur (Hetti) og Mikael Mána Freysson (UMF. Þristi).

uia_vefur.jpg

Lesa meira

Vonskuveður víða í fjórðungnum

Slæmt veður er nú víða á Austurlandi, él og hvasst. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir að veðrinu sloti eitthvað fyrr en með morgni. Spá er stormi við austurströndina í nótt; gangi í norðvestan 13-20 austan til á landinu með kvöldinu með snjókomu, en allt að 23 m/s við ströndina í nótt. Dregur úr vindi á morgun og snjókoma með köflum, 8-15 m/sek síðdegis. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Ökutæki hafa verið föst á Fagradal, þ.á.m. flutningabíll með tengivagn, þar sem er þæfingur og mikil blinda. Blindbylur er á flestum vegum og þungfært. Ófært er á Mjóafjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Öxi. Þriggja bíla árekstur varð skammt frá álverinu í Reyðarfirði þar sem ekið var á sjúkraflutningabíl með viðvörunarljósum og annar árekstur í Fáskrúðsfirði, á Dalavegi. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki.97339_63_preview.jpg

Nýr Austurgluggi kominn út

Meðal efnis í nýjum Austurglugga er viðtal við samgönguráðherra, þar sem farið er ofan í samgönguframkvæmdir á Austurlandi næstu misseri og líkur á byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll í ár. Rætt er við stjórnarformann Markaðsstofu Austurlands um tíu ára afmæli stofunnar og landslag austfirskrar ferðaþjónustu. Prófkjör setja mark sitt á blaðið og Elma Guðmundsdóttir í Neskaupstað  skrifar um Færeyjaferð. Matgæðingur vikunnar er rekstraraðili Valaskjálfar, Dagmar Jóhannesdóttir.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

bw0165-015.jpg

Dæmdur fyrir að kaupa bensín með korti Alcoa

ImageHéraðsdómur Austurlands dæmdi í seinustu viku tæplega fimmtugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kaupa bensín með korti vinnuveitanda síns.

 

Lesa meira

Stjórnmálafundir með prófkjörsframbjóðendum í NA-kjördæmi 5. - 8. mars

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi stendur fyrir almennum stjórnmálafundum frambjóðenda. Alls fara fram átta fundir dagana 5. - 8. mars víðsvegar um kjördæmið og eru sjálfstæðismenn og aðrir hvattir til að mæta og kynna sér áherslur í prófkjörinu.

491390b.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.