Yfirtaka alla samninga

Samkaup hf. hafa yfirtekið alla samninga starfsfólks í verslunum Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) á Austurlandi, en Samkaup yfirtaka jafnframt allan rekstur verslananna, eins og frá hefur verið greint í fréttum. Engum hefur verið sagt upp fram til þessa utan starfsfólki á skrifstofu KHB.

Á miðvikudag í síðustu viku var starfsfólki allra verslana KHB á Austurlandi boðið með tölvupóstskeyti til fundar á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld, þar sem stjórn skýrði stöðu mála fyrir starfsfólki. Auk starfsfólks á Egilsstöðum mættu starfsmenn KHB á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði á fundinn.

logo_khb.gif

 

Þuríður sækist eftir öðru sæti í NA-kjördæmi

Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig  fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti.

490103a.jpg

Lesa meira

Teið er tilbúið!

(Leiðari Austurgluggans 5. febrúar 2009)

 

Ég bjó í Þýskalandi fyrir margt löngu og kynntist þá aldraðri konu sem hafði svo sannarlega upplifað tímana tvenna. Hún var nokkuð sérvitur og hafði sína siði og venjur óháð tímans straumi. Margt í samtímanum var henni ýmist ekki að skapi eða hún skildi það hreinlega ekki.

teacup.jpg

Lesa meira

Austurglugginn fagnar ársafmæli

Nú er eitt ár liðið frá því að fréttavefurinn austurglugginn.is fór fyrst í loftið. Skrifaðar hafa verið yfir sjö hundruð fréttir á vefinn á þessu tímabili. Hann hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt og nú eru um 800 flettingar að jafnaði daglega og fara á stundum yfir þúsundið. Vefnum er eins og fréttablaðinu Austurglugganum ritstýrt af Steinunni Ásmundsdóttur. Einnig skrifa fréttir á vefinn þau Gunnar Gunnarsson, Fljótsdælingur við nám í Reykjavík og Áslaug Lárusdóttir í Neskaupstað. Austurglugginn mun kappkosta að þjónusta lesendur sína með fréttum og fróðleik og hvetur til daglegs innlits. Það er alltaf eitthvað áhugavert í gangi á vefnum! Jafnframt er fólki bent á myndasafn vefsins undir flipanum myndir. Þar er fjöldi mynda af daglegu lífi og sérstökum viðburðum í fjórðungnum.

lb000191.jpg

Bjarkey vill annað sætið í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Framundan er forval Vinstri hreyfingarinnar græns- framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2009. Bjarkey Gunnarsdóttir á Ólafsfirði hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í þessu forvali sem félagsmönnum VG er heimilt að taka þátt í. Bjarkey hefur verið virk í störfum Vinstri grænna nánast frá stofnun, situr í stjórn svæðisfélags VG í Fjallabyggð, var formaður kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi en er nú gjaldkeri og situr einnig í stjórn VG. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sat hún í miðlægri kjörstjórn VG sem sá m.a. um flesta sameiginlegu þætti kosninganna. Slík kjörstjórn er einnig starfandi nú fyrir komandi alþingiskosningar og á Bjarkey sæti í henni.

bjarkey_gunnarsdttir_vefur.jpg

Lesa meira

Sigmundur Ernir vill 2. sætið í NA kjördæmi fyrir Samfylkinguna

Skáldið og fréttahaukurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur afráðið að snúa sér að stjórnmálaþátttöku, eftir að hann hætti störfum á Stöð 2 fyrir skemmstu. Hann býður sig fram í 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir mun ekki hafa verið flokksbundinn og hafði ekki gengið í Samfylkinguna er hann ákvað framboð sitt.

sigmundur_ernir_rnarsson.jpg

Lesa meira

Arnbjörg í 2. sæti Norðaustur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks

Tilkynning frá Arnbjörgu Sveinsdóttur um framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi:

Ég  hef ákveðið að bjóða mig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Fyrir síðustu Alþingiskosningar fór fram fjölmennt prófkjör meðal sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem ég hlaut örugga kosningu í annað sætið.

arnbjrg_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.