Þjóðleiksverk frumsýnd á Austurlandi

Austfirskir skólar frumsýna nú hver á fætur öðrum leikrit undir merkjum Þjóðleiks. Leikhópurinn Lopi á Höfn og Leikfélagið Djúpið í Verkmenntaskóla Austurlands hafa þegar frumsýnt sín verk. Annað kvöld frumsýna grunnskólar Eskifjarðar og Borgarfjarðar eystra og Seyðfirðingar á laugardag. Þrettán hópar alls munu sýna frumsamin verk þriggja höfunda; þeirra Bjarna Jónssonar (Ísvélin), Sigtryggs Magnasonar (Eftir lífið) og Þórdísar E. Þorvaldsdóttur Bachmann (Dúkkulísa). Hóparnir sýna svo verkin á mikilli leiklistarhátíð á Egilsstöðum í áliðnum apríl.

_j_leikur_2.jpg

Lesa meira

Atkvæðatölur VG - NA birtar

Kjörstjórn VG hefur tekið ákvörðun um að birta atkvæðatölur 8 efstu í 
forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi  og segir í tilkynningu frá kjörstjórninni að glögglega megi sjá af tölunum að kosningin var nokkuð afgerandi í amk 3 efstu sætin. Sjá nánar á www.vg.is

 

Áræðni og raunverulegar aðgerðir strax

Gunnar Þór Sigbjörnsson skrifar:      Ég er búinn að vera flokksbundinn framsóknarmaður í  mörg ár og hef fylgst með þróun stjórnmála frá sjónarhóli grasrótar, mismikið að vísu, en þó með nokkrum þunga núna síðustu ár.   Ég hef verið mjög ósáttur með hvernig forysta flokksins hefur einangrað sig frá sínu baklandi og var því ánægjulegt að sjá grasrótina rísa upp og fara gegn slíkri þróun á síðasta flokksþingi.

gunnar_sigurbjrnsson_vefur.jpg

Lesa meira

Námskeið í þágu almannaheilla

Rauði krossinn efnir til námskeiðs í fjöldahjálp á laugardag. Er það ætlað fólki sem áhuga hefur á að taka þátt í verkefnum Rauða kross Íslands í skipulagi almannavarna. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins að Miðási 1-5 á Egilsstöðum 21. mars kl. 08 til 16 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

logo_redcross0206.jpg

Lesa meira

Vegfarendur hafi varann á

Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði og Egilsstöðum eru á Fjarðarheiði við að aðstoða vegfarendur, en þar er nú vont veður. Í morgun var samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar ófært og óveður á Fjarðarheiði, einnig þungfært og óveður á Möðrudalsöræfum og þar ekkert ferðaveður. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og Oddskarði. Snjóþekja og snjókoma er víða með ströndinni.  Á Suðausturlandi eru vegir víða auðir. Þó er snjóþekja og skafrenningur frá Höfn að Kvískeri. Veðurspá gerir ráð fyrir austan 13-20 m/s og slyddu eða snjókomu norðan- og austan til fram eftir degi, en annars mun hægari austlægri átt og skúrum eða slydduéljum. Hiti víða 0 til 5 stig. Snýst í vaxandi norðaustanátt með éljum í kvöld, fyrst um landið vestanvert.

snjakstur.jpg

Hvílum Íhaldið!

Höskuldur Þórhallsson skrifar um komandi Alþingskosningar.    Íslendingar hafa þurft að búa við það í rúm 17 ár, að síðustu tveim mánuðum undanskildum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd. Frá árinu 1995 þegar Framsóknarflokkurinn hóf samstarf við Íhaldið gekk það að mörgu leiti vel. Framsóknarflokkurinn sem er frjálslyndur félagshyggjuflokkur stóð á þessum tíma vörð um velferðarkerfið og grunnatvinnuvegi þjóðarinnar til sjávar og sveita og gerir enn.

hssi6hskuldur_r_rhallsson_vefur.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi fæst á betri blaðsölustöðum!

Meðal efnis í nýjum Austurglugga eru viðtöl við Norðfirðingana Hákon Guðröðarson og Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, sem bæði eru ung og til alls vís í austfirsku athafna- og menningarlífi. Nýjar áherslur Markaðsstofu Austurlands fyrir ferðaþjónustuna eru kynntar, fjallað er um afrek fjallagarps sem kleif Aconcagua nýlega og Halldóra Tómasdóttir, staðarhaldari að Skriðuklaustri ritar samfélagsspegil. Fréttir og matgæðingur eru að sjálfsögðu á sínum stað. Skemmtilegur og litríkur Austurgluggi líkt og í hverri viku.

pe0064590.jpg

Íslenskt þjóðfélag á tímamótum

Huld Aðalbjarnardóttir skrifar:      Landinn hefur upplifað ótrúlegar sviptingar í efnahagsmálum síðustu misserin, einstaklingar og fyrirtæki eru í mikilli óvissu með sína afkomu auk þess sem ríkis- og sveitasjóðir standa völtum fótum. Þrátt fyrir að við höfum sjaldan staðið frammi fyrir jafn miklum áskorunum í efnahagsmálum og nú er ég sannfærð um að með samstilltu átaki tekst okkur að snúa þróuninni við skref fyrir skref.

huld_aalbjarnardttir_framskn.jpg

Lesa meira

Nýir tímar, ný Framsókn

Birkir Jón Jónsson skrifar:  

Þegar kosið var til Alþingis vorið 2007 held ég að fáa hafa órað fyrir öllum þeim atburðum sem orðið hafa síðan í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. En öll verðum við nú að horfast í augu við breyttar aðstæður. Stjórnmálaflokkarnir verða að skoða stefnu sína og gjörðir, gera upp við fortíð sína og meta hvernig þeir geta best þjónað þjóðinni til framtíðar.

xb_birkirjonjonsson1vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.