Áherslur fjölskylduráðs í fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025

Nú þegar sveitastjórn Múlaþings hefur samþykkt fjárhagsáætlun 2022-2025 er rétt að fara yfir það helsta er snýr að fjölskylduráði í þeirri áætlun. Áður en lengra er haldið er ágætt að rifja upp að undir fjölskylduráð heyra þrjú svið en þau eru fræðslusvið, íþrótta- og æskulýðssvið og félagssvið. Þessi þrjú svið taka til sín lang stærsta hluta kökunnar eða 4,4 milljarða sem gera um 66% af heildartekjum A-hluta sveitafélagsins.

Lesa meira

Fram úr Kófinu

Síðustu tvö ár hafa verið lærdómsrík. Við höfum séð kenningum nýfrjálshyggjunnar rutt á haugana og anda Keynes rísa upp frá dauðum. Við höfum séð hverju vísindi og ríkisvald geta áorkað þegar þeim er beitt af þunga og afleiðingar þess að heykjast á því að nýta þau. Síðast en ekki síst höfum við endurheimt skynbragð okkar á að til sé nokkuð sem heita samfélagsleg verðmæti. Í innviðum. Í samskiptum. Í fólki.

Lesa meira

Bæjarstjórnin í Múlaþingi og Seyðisfjarðargöngin

Nokkuð hefur verið fjallað um Seyðisfjarðargöng og sýnist þar sitt hverjum. Stjórnendur í Múlaþingi eru tvístígandi í hvar gangnamunninn á að koma út Héraðsmegin og virðist bæjarstjórninni frekar hlusta á rök annarra en að líta til þess hvar vilji Seyðfirðinga liggur og hvernig samspil vegfarenda og íbúa Egilsstaða og Seyðisfjarðar fara best saman.

Lesa meira

Roðagyllum heiminn!

Við erum hér saman komin til að vekja athygli á hvers konar ofbeldi gegn konum og stúlkum, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum.

Lesa meira

Á réttri leið

Það er gömul saga og ný að forsenda blómlegrar byggðar er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf.

Lesa meira

„Það voru áætlunarferðir í gegnum Viðfjörð til Akureyrar“

Inn úr Norðfjarðarflóa ganga þrír firðir, nyrstur er Norðfjörður, þá kemur Hellisfjörður og syðstur er Viðfjörður. Í Viðfirði var búið þar til árið 1955 þegar íbúar á síðustu þremur bæjum fjarðarins ákváðu að flytja og lagðist fjörðurinn þar með í eyði. Lauk þar með um 200 ára búsetu Viðfjarðarættarinnar í firðinum en ættin bjó ætíð á bæ samnefndum Viðfirði.

Lesa meira

Er þörf fyrir vindmyllur við Héraðsflóa?

Um árið voru hugmyndir Orkusölunnar um tilraunamöstur í Hjaltastaðaþinghá kynntar á íbúafundi í Hjaltalundi. Tilraunirnar yrðu vegna hugsanlegra vindmylla í landi Klúku og Hóls.

Lesa meira

Vindmyllur á Úthéraði

Nú hafa borizt þær fréttir að sveitastjórn Múlaþings hafi samþykkt að breyta skipulagi við Lagarfossvirkjun þannig að þar verði til iðnaðarlóð ætluð fyrir vindmyllur. Fyrst verði reist 50 metra há rannsóknarmöstur og ef vel gustar, komi þar tvær vindmyllur sem framleitt geti samtals um 10 megawött.

Lesa meira

Jarðgöngin koma í röðum

Nýlega birtist frétt í Vísi undir fyrirsögninni „Jarðgöngin koma í röðum.“ Þar er fjallað um jarðgangagerð hjá frændum okkar Færeyingum. Í fréttinni kemur fram að skipulega er unnið að því að tengja byggðir saman með jarðgöngum, í gegnum fjöll og með neðansjávargöngum. Nýjustu göngin tengjast 80 manna byggð við þjóðvegakerfið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar