Frjálst skólaval á Fljótsdalshéraði
Nú líður senn að sveitarstjórnarkosningum og línurnar farnar að skerpast hjá hinum pólitísku framboðum. Skólamál á Héraði hafa löngum verið ofarlega á baugi við slík tímamót. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeim málum m.a. sameining grunnskóla, frekara samstarf þeirra eða einfaldlega óbreytt ástand.Undir forystu Framsóknar
Ef ég er spurður um það hver séu verkefni bæjarstjórnar þá er ég vanur að gefa við því eitt stutt svar: Að bæta búsetuskilyrði íbúanna. Á bak við svona einfalt svar liggur síðan flókinn veruleiki fjármála og stjórnsýslu, skólakerfis, framkvæmda og þjónustu ýmiss konar. Fjárhagslegur veruleiki sníður okkur stakk sem við þurfum að passa í á hverjum tíma. Það er ekki hægt að gera allt sem er þarft og gott, en það er hægt að reyna að forgangsraða og gera það sem mestu skiptir, verja það sem við höfum þegar harðnar á dalnum og undirbúa okkur og skipuleggja fyrir þann tíma þegar aðstæður batna.Sátt í „stóra“ Nesgötumálinu
Eitt stærsta deilumál yfirstandandi kjörtímabils er bygging nýs leikskóla á Neseyrinni og þá einna helst hvort færi eigi Nesgötuna niður fyrir fyrirhugaðan leikskóla. Í mínum huga er það fagnaðarefni að nú skuli loksins glitta í byggingu nýs skóla – eftir um 20 ára langþráða bið fjölskyldufólks í Neskaupstað.Skiptir þitt atkvæði einhverju máli?
Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti. Fólk talar um að lítill áhugi sé fyrir kosningunum og fáir ræði um þær. Hvernig stendur á þessu? Við, sem daglega veltum fyrir okkur stöðu sveitarfélagsins og möguleikum, eigum erfitt með að skilja þetta. En um leið verðum við að spyrja okkur hver geti verið ástæðan fyrir þessu áhugaleysi kjósendanna. Höfum við sveitarstjórnarfólkið e.t.v. ekki staðið okkur í að miðla til íbúa hver verkefni sveitarfélagsins eru og hvernig stendur til að leysa þau? Sjá íbúarnir ekki tilgang í að láta skoðanir sínar í ljós því ekkert sé gert með þær?Gott heimilisbókhald
Að reka sveitarfélag er ekki ólíkt því að reka heimili – sem við öll jú þekkjum.Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir sveitarfélagsins miklar og verkefnið ærið að ná tökum á skuldum sem sliguðu okkar stóra heimili. Það hefur tekist. Með samhentu átaki höfum við tekið skuldaviðmið sveitarfélagsins úr 230% í 168% ! Enn er mikið starf framundan en þó hefur skapast svigrúm til að koma á móts við íbúana og þá ekki síst ungu fjölskyldurnar sem eru með stóra útgjaldapósta.
Málefnalegi Fjarðalistinn
Augu mín stóðu á stilkum þennan fallega miðvikudagsmorgun er ég las frétt á Vísi.is undir fyrirsögninni "Frambjóðandi getur ekki hugsað sér að búa á Stöðvarfirði".Telst það virkilega fréttnæmt hvar einstaklingar vilja og vilja ekki búa? Hugur minn lagði strax saman tvo og tvo. Það styttist nefnilega í sveitastjórnarkosningar í Fjarðabyggð. Ég sá mig því knúinn til þess að rita þessa örstuttu grein enda mér leiðist ómálefnaleg stjórnmálaumræða, sama hvaða flokkur á í hlut.