Opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

magnus gudmundsson sfkÍ vetur hafði ég einhvern pata af því að Smyril-Line ætti í viðræðum við yfirvöld í Fjarðabyggð um hafnaraðstöðu fyrir Norrænu yfir vetrartímann. Í einfeldni minni taldi ég víst að Fjarðabyggð vísaði slíku erindi kurteislega á bug. Það er svo margt í nútíð og fortíð sem æpir á slíka afgreiðslu.

Mig rak því í rogastans þegar ég las frétt Austurfréttar 27. mars um viðræður yfirvalda í Fjarðabyggð og Smyril-Line um að Norræna hefði Eskifjörð en ekki Seyðisfjörð sem viðkomustað.

Lesa meira

Upplýsingafundir á Austurlandi

dagmar yr stefansdottir skorinFrá því að Alcoa Fjarðaál hóf framleiðslu í Reyðarfirði árið 2007 hefur skapast sú hefð að boða til upplýsingafunda um starfsemi fyrirtækisins fyrir íbúa á Austurlandi einu sinni á ári. Að þessu sinni munu stjórnendur fyrirtækisins heimsækja sex staði á áhrifasvæði álversins, kynna starfsemina, sitja fyrir svörum og vonandi eiga gæðastund með áhugasömum yfir léttum hádegisverði. Boðað verður til svokallaðra súpufunda á eftirfarandi stöðum og tímum:

Lesa meira

Nýbúinn – íbúinn: Mars

asdis helga bjarnadottir jan14Á Egilsstöðum er frábær sundlaug og heitir pottar. Ég hef reglulega lagt leið mína í sund, enda mikilvægt að stunda heilsurækt. Lenti þó í sérkennilegri stöðu einn daginn. Í sakleysi mínu stakk ég mér til sunds og synti 25 metra. Ákvað að stoppa ögn og draga að mér andann. Þá sé ég á næstu braut fyrrum skólasystur sem ég hafði ekki séð í töluverðan tíma. Hún heilsar mér og bíður mig velkomna „Ætlar þú að vera með okkur í vetur?"

Ég áttaði mig ekki alveg strax hvað hún var að fara. Á annarri braut kemur þá kunnuglegt höfuð upp úr vatninu og viðkomandi snýr sér að mér og heilsar. Viðkomandi er að vinna í sama húsnæði og ég. Þarna var ég óvænt komin inn á sundæfingu. Þetta kom mjög flatt uppá mig.

Lesa meira

Afríka eða Austurland

elin karadottirÓtrúlega margir Íslendingar hafa meiri áhuga á og þekkja betur til Afríku en Austurlands. Þetta er ekki vísindalega sannað, heldur eitthvað sem ég hef fengið á tilfinninguna eftir mörg samtöl við kunningja og vini sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sama fólk hefur aldrei farið í innanlandsflug en getur ekki talið ferðarnar sem það hefur farið í utanlandsflug.

Lesa meira

Hvers vegna samstarf?

arnar gudmunds throttiEr hugsanlegt að samstarf félaga í knattspyrnu dragi úr áhuga ungra barna á íþróttinni? Þessari spurningu verður ekki svarað með já-i eða nei-i. Það má hins vegar velta henni svolítið fyrir sér og reyna að átta sig á því hversu gott eða vont það er fyrir knattspyrnuhreyfinguna að félög sameini krafta sína í yngriflokkum. Það sem er jákvætt við að félög starfi saman í einstökum flokkum er að skapa verkefni fyrir börn á fámennum stöðum. Samstarf á fyrst og fremst að snúast um þörfina fyrir samstarfi, ef fjöldinn er til staðar þá þarf ekki samstarf. Þetta er lykilatriðið og segir sig sjálft.

Lesa meira

Burt með trén - veghefillinn er að koma!

laufas1 haustmynd webVegna framgöngu bæjarstarfsmanna Fljótsdalshéraðs gegn trjágróðri á lóð okkar að Laufási 1 langar mig að skrifa nokkur orð til forsvarsmanna sveitarfélagsins og allra sem áhuga hafa á eðlilegum vinnubrögðum og samskiptum þeirra við íbúa. Og kannski ekki síst til þeirra er finnst þetta allt vera stormur í vatnsglasi og frekja og merkilegheit að vera ósáttur við þessi vinnubrögð. Tré sé bara tré.

Lesa meira

Heill heilsu: RS–veirusýking í börnum

Michael Clausen og Þórður ÞórkelssonÁ hverju ári gengur yfir vetrarmánuðina kvefvírus sem kallast RS-vírus, eða Respiratory Syncytial vírus og lýsir sýkingin sér einkum sem kvef og hósti. Allir aldurshópar geta smitast, en hann leggst þyngst á börn á fyrsta æviári og eldra fólk. Rúmlega helmingur allra barna fá RSV-sýkingu á fyrsta aldursári og nánast öll börn hafa fengið hana þegar þau eru orðin 2-3ja ára gömul. Hægt er að fá RSV–sýkingu oftar en einu sinni.

Lesa meira

Hjálparsíminn sem úrræði í íslensku samfélagi

hilmar karlsson rkiÞegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líður illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru.

Lesa meira

Um þjónustuhlutverk RÚV við Austurland

-hrafnkell larusson headshotVegna ummæla sem höfð eru eftir Gísla Einarssyni ritstjóra sjónvarpsþáttarins Landans á RÚV, í frétt hér á Austurfrétt í gær (12. mars), vil ég koma á framfæri viðbrögðum við þeirri gagnrýni sem þar er beint að mér. Umræddar athugasemdir Gísla beinast að grein sem ég skrifað og birtist hér á Austurfrétt 9. mars sl. undir yfirskriftinni „Samtal við samfélagið eða brotakenndar myndir – Svæðisútvörpin og Landinn".

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.