Opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Í vetur hafði ég einhvern pata af því að Smyril-Line ætti í viðræðum við yfirvöld í Fjarðabyggð um hafnaraðstöðu fyrir Norrænu yfir vetrartímann. Í einfeldni minni taldi ég víst að Fjarðabyggð vísaði slíku erindi kurteislega á bug. Það er svo margt í nútíð og fortíð sem æpir á slíka afgreiðslu.Mig rak því í rogastans þegar ég las frétt Austurfréttar 27. mars um viðræður yfirvalda í Fjarðabyggð og Smyril-Line um að Norræna hefði Eskifjörð en ekki Seyðisfjörð sem viðkomustað.