Annað opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Sæll Jens GarðarÞú hefur kvartað yfir því að einhverjir netverjar séu með dylgjur og óhróður um íbúa Fjarðabyggðar, vegna umræðna um hafnaraðstöðu fyrir ferjuna Norrænu, og bent mönnum á að snúa sér beint til þín. Þó ég taki þessa kvörtun ekki til mín tek ég þig samt á orðinu, og ávarpa þig sem fulltrúa bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð. Allt sem hér er sagt er þó ætlað bæjarstjórninni allri. Þið berið pólitíska og samfélagslega ábyrgð á þessu máli. Hins vegar vona ég að sem flestir íbúar Fjarðarbyggðar lesi það sem hér er sagt, og leggi sitt sjálfstæða mat á það.