Um endurbyggingu gamalla húsa í Fjarðabyggð
Í Austurglugganum 26. mars síðastliðinn birtist grein eftir Elmu Guðmundsdóttur þar sem hún gerir meðal annars endurbyggingu gamalla húsa í Fjarðabyggð að umtalsefni. Sérstaklega fjallar Elma um áform um endurbyggingu Franska spítalans á sínum upphaflega stað á Fáskrúðsfirði og endurbyggingu Gamla Lúðvíkshússins í Neskaupstað. Í tilefni af grein Elmu vill undirritaður koma nokkrum mikilvægum upplýsingum á framfæri:
Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu íslensks lýðveldis
Mér finnst að íslenska þjóðin eigi að fá að segja álit sitt á sem flestum málum og vonandi verður raunin sú þegar rafrænar leiðir til þess verða almennt viðurkenndar. Með því að nýta tæknina spörum við tíma og peninga og getum oftar leitað álits þjóðarinnar á hvers kyns málum.
Lýðræði í Fjarðabyggð
Eftir nokkrar vikur verður kosið um það hverjir fara með vald fólksins í sveitarfélaginu Fjarðabyggð næstu fjögur árin. Við í Fjarðalistanum teljum eflingu lýðræðis eitt mikilvægasta verkefni næsta kjörtímabils og í þessari grein viljum við gera grein fyrir hugmyndum okkar um hvernig hrinda megi lýðræðisumbótum í framkvæmd í Fjarðabyggð.
Hversu nauðbeygð erum við?
Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Enn eru menn að bíða eftir að eitthvað gerist í atvinnuuppbyggingu, Samtök Atvinnulífsins hafa sagt sig frá hinum fræga stöðugleikasáttmála vegna þess hve seint og illa gengur að þeirra mati. Það hefur þó ekki vantað hugmyndir, sem betur fer líka. Þær eru þó misgóðar, eins og alltaf er hætt við.
Öryggi íslenskra sjómanna og sjómannaafslátturinn
Það var alvarleg frétt sem birtist á visir.is 5.febrúar síðastliðin, og fékk að mínu mati ekki næga athygli fjölmiðla. Þar var sagt frá skipverja á Sturlaugi Böðvarssyni AK sem var haldið gangandi á sprengitöflum og súrefni, svo að notuð séu hans eigin orð. Maðurinn sem reyndist vera með hjartasjúkdóm var staddur sjötíu mílur frá landi, og þar með næsta spítala. Samband var haft við þyrlu Landhelgisgæslunnar, en þaðan bárust þau svör að ekki væri hægt að sækja sjómanninn þar sem að aðeins ein þyrla væri á vakt. Samkvæmt starfsreglum LHG er ekki gert ráð fyrir því að þyrla fari lengra en 20 sjómílur frá landi þegar þannig stendur á. Vegna þessa þurfti að sigla með manninn til hafnar í Reykjavík, þar sem hann komst loks undir læknishendur, og í bráðaaðgerð, heilum 10 klukkutímum frá því að hann kenndi sér meins.
Hvað þarf til að Framsóknarflokkurinn njóti sannmælis
Um siðfræði er sagt að öll eigum við einhvers staðar innra með okkur
siðareglur. Þegar við hneykslumst á einhverju athæfi eða fyllumst
réttlætiskennd er það vegna þess að farið hefur verið út fyrir þau mörk
sem siðareglurnar setja okkur, hvort sem þær eru til á pappír eða ekki.
Einhverjir hafa líkt siðareglum við náttúrulög og segja þau boð
skynseminnar sem best er lýst með því að segja Gullnu regluna fram með
öfugum formerkjum eða -gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir
geri þér-.
Við þörfnumst ekki prentaðra siðareglna í vinahópi okkar eða fjölskyldu,
en í starfi geta þær verið alveg nauðsynlegar, eins og mörg dæmi hafa
sýnt.
ME tapaði fyrir MR í Gettu betur
Lið Mentaskólans á Egilsstöðum tapaði fyrir liði Menntaskólans í Reykjavík í undanúrslitum spurningakeppninnar Gettu betur fyrr í kvöld.Frestun þjóðaratkvæðagreiðslu?
Þegar rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti frestun á birtingu skýrslu sinnar um aðdraganda bankahrunsins virtist það ekki falla Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í geð og sagði hann að rétt væri að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingu Alþingis á lögum um Icesave í því ljósi. Þá skoðun sína rökstuddi hann með því að benda á að skýrslan gæti verið upplýsandi fyrir þjóðina við ákvarðanatöku vegna málsins.