Um heilsufar

Leiðari Austurgluggans 16. október 2009:

 

Ég hef miklar áhyggjur af heilsu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Stofnuninni hefur verið gert að spara enn meiri fjármuni en áður og torvelt er að sjá af hverju á að taka nema draga úr þjónustu þannig að kemur niður á almenningi á Austurlandi.  Stofnunin er að telja tíkallana sína.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Veldur sá er á heldur

Leiðari Austurgluggans 25. september 2009:

 

Samband sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, heldur aðalfund sinn í dag og á morgun á Seyðisfirði. Þyngst  áhersla verður að þessu sinni lögð á sóknaráætlun fyrir Austurland. Á laugardagsmorgun verða  fyrirlestrar undir kjörorðinu Austurland í sókn, og fjalla þeir meðal annars um ferða, menningar- og þekkingmál.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Í ökkla og eyra - samfélag í vanda

Leiðari Austurgluggans 4. september 2009:

 

Íslenska þjóðfélagið er undarlegt. Við lifum bæði í skít og skömm og í vellystingum praktuglega. Og hvernig getur staðið á því?

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Orkuöflun á krepputímum

Leiðari Austurgluggans 9. október 2009: 

Ég gerði dálitla tilraun tilraun á sjálfri mér á dögunum. Það var í þann mund sem byrjað var á ný að tala um stjórnarkreppu í kjölfar afsagnar Ögmundar og stjórnarandstaða gömlu flokkanna galaði eins og hani á haug um getuleysi og óstjórn ríkisstjórnarinnar.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Þegar stórt er spurt

Leiðari Austurgluggans 18. september 2009:

 

Eitt höfuðmein okkar hér á Austurlandi er að mínu áliti ósamlyndi. Hér ríkja of víða styrjaldir; smáar í sniðum að vísu, en eigi að síður skæðar. Þær fara fram í bakherbergjum, eldhúskrókum, stjórnsýsluskrifstofum, í búningsherbergjum íþróttahúsa, á vinnustöðum, milli hreppa og sjoppum. Meðal annars.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Tveir vinnustaðasálfræðingar ræða við starfsfólk HSA

Vinnustaðasálfræðingarnir Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Einar Gylfi Jónsson eru nú að tilhlutan heilbrigðisráðuneytis á Austurlandi til að kanna stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA. Fjarðabyggð ályktaði fyrir skömmu um að gera þyrfti hlutlausa úttekt á heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og eru þetta viðbrögð ráðuneytisins við ályktuninni. Þórkatla og Einar Gylfi ræða í þessari fyrstu lotu m.a. við lykilstarfsmenn HSA til að fá mynd af því sem verið hefur í gangi innan vébanda stofnunarinnar, þ.á.m. vegna mála yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar.

hsa.jpg

Við höfum fyrr beðið

Leiðari Austurgluggans 2. október 2009: 

Fólki brá í brún þegar fréttist af því að ekki yrðu veitt sérleyfi til rannsókna og vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu í ár. Þó menn hér hafi ekki beinlínis haft olíuglýju í augunum vegna Drekans, voru bundnar heilmiklar vonir við að uppbygging vegna rannsókna og undirbúnings setti mark sitt á Vopnafjörð og Langanesið í fyrirsjáanlegri framtíð.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Um bóklæsi og orðanna hljóðan

Leiðari Austurgluggans 4. september 2009:

 

Austurglugginn tekur með mikilli ánægju þátt í verkefni Sameinuðu þjóðanna sem helgað er læsi. Þær hafa allt frá árinu 1965 tileinkað 8. september læsi, þ.e. ritun, tali, lestri og hlustun.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Útsendingar svæðisstöðva á Norðurlandi og Austurlandi sameinaðar

Ákveðið hefur verið að sameina útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á Norðurlandi og Austurlandi. Nýr frétta- og dægurmálaþáttur hefur göngu sína þriðjudaginn 24. nóvember, sendur út á svæðinu frá Hrútafirði til Hornafjarðar. Útsendingin lengist frá því sem nú er og verður frá kl. 17:20 til 18:00, mánudaga til föstudaga. Það þýðir að nú bætast mánudagar við svæðisútsendingar á Austurlandi.

ruv1.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar