Jónas Egilsson stjórnmálafræðingur bloggar á bloggvef Morgunblaðsins um dóminn yfir mönnunum sem dæmdir hafa verið til fésekta vegna aksturs á sexhjóli við hreindýraveiðar. Hann segir ríkisvaldið skulda veiðimönnum og leiðsögumönnum skýringar á því hvernig skuli staðið að veiðum hreindýra á Íslandi.
Nú virðist sem í algjört óefni sé komið hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og fjárhagsstaðan slík að ógjörningur sé að fleyta rekstrinum áfram. Samkvæmt heimildum Austurgluggans eru Samkaup reiðubúin til að kaupa verslunarrekstur KHB á Austurlandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Jafnframt mun N1 vilja kaupa hraðbúð og söluskála á Egilsstöðum og Höfn. Það hvort KHB komist hjá að óska eftir greiðslustöðvun stendur og fellur með því að gengið verði frá þessum samningum. Skuldir KHB munu nema allt að tveimur milljörðum króna.
Kaupfélag Héraðsbúa berst nú fyrir tilveru sinni og er fjárhagsstaða fyrirtækisins mjög erfið. Gjaldþrot Malarvinnslunnar, dótturfélags KHB, virðist hafa gengið mjög nærri fyrirtækinu. Kaupfélagið var stofnað fyrir hundrað árum og starfa vel á annað hundruð manns hjá því. Það rekur verslanir á mörgum þéttbýlisstöðum á Austurlandi.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni tvo menn í 80 þúsund króna sekt hvorn, fyrir hreindýraveiðar á sexhjóli og til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna. Þá voru mennirnir sviptir veiðikorti í eitt ár.
Ert þú listamaður eða vinnur þú á annan hátt að menningu og listum?
Viltu fá alþjóðlegan vinkil á verkefnin þín?
Viltu mynda ný tengsl?
Ertu með áhugavert verkefni? Ef þú svarar þessum spurningum játandi mun menningaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar líklega vekja áhuga þinn. Því viljum við bjóða þér á kynningarfund Norrænu menningargáttarinnar í Norræna húsinu.
Fjölmenningarsetrið á Austurlandi og Rauði kross Íslands á Austurlandi standa sameiginlega að stofnun Innflytjendateymis á Austurlandi fimmtudaginn 5. febrúar. Tilgangurinn er fyrst og fremst að koma á umræðuvettvangi um stöðu innflytjenda á Austurlandi.
Samkaup hf. og Kaupfélag Héraðsbúa hafa náð samkomulagi um kaup Samkaupa á verslunarrekstri Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra. Þá mun Samkaup kaupa fasteignir Kaupfélags Héraðsbúa sem tilheyra þessum verslunum, að undanskildum fasteignum á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Samkomulagið felur jafnframt í sér að Samkaup mun yfirtaka ráðningarsamninga við allt starfsfólk KHB í þessum verslunum.
Meðal efnis í blaðinu þessa viku er, auk ýmissa frétta, umfjöllun um miðstöð fyrir atvinnulausa sem opnar í næstu viku á Fljótsdalshéraði og úttekt á starfsemi Atvinnuþróunarfélags Austurlands, þar sem margt kemur skemmtilega á óvart. Kristján L. Möller skrifar um nauðsyn nánara samráðs við sveitarfélögin vegna efnahagsástandsins og Sævar Sigbjarnarsonar hugleiðir átök Ísraela og Palestínumanna. Sportið er á sínum stað og ekki má gleyma frétt af dugnaðarforkunum í félagi eldri borgara á Reyðarfirði. Líneik Anna Sævarsdóttir á Fáskrúðsfirði skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar uppskriftir.
Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.
Laugardaginn 21. febrúar fer fram hið árlega Ístölt Austurland við Egilsstaði á Fljótsdalshéraði. Þar verður að venju keppt um Ormsbikarinn eftirsótta, sem mótshaldarar segja einn eftirsóttasta verðlaunagrip landsins.