Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Dr. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar sitt lokasvar til Smára Geirssonar og Þorvaldar Jóhannssonar varðandi aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi.
---
Sjá áður birtar greinar: Frá velsæld til vesældar, Miklir glæpamenn erum vér, Fullar hendur smjörs? og Smjörklípumeistara svarað.

Lesa meira

Þurfa sveitarstjórnarkappar Austurlands að hlusta?

Íris Randversdóttir grunnskólakennari skrifar:

 

Hroki eða hleypidómar?

 

Í hundslappadrífu sunnudagsins settist ég við tölvuna mína og kíkti sem oftar á vef Austurgluggans.  Rak ég fljótlega augun í grein með yfirskriftinni Smjörklípumeistara svarað og þótti afar athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir.  Hana skrifa valinkunnir og margkjörnir sveitarstjórnarmenn í fjórðungnum, þeir Smári Geirsson og Þorvaldur Jóhannsson.

Lesa meira

Myndir frá mótmælum

Image Myndir frá mótmælafundinum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gær eru komnar inn í myndasafn Austurgluggans. Um níutíu manns héldu út í hundslappadrífuna sem veðurguðirnir buðu upp á.

 

Veiða má rúm þrettán hundruð dýr á næsta hreindýraveiðitímabili

Heimilt verður að veiða þrettán hundruð þrjátíu og þrjú hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2009, samkvæmt auglýsingu Umhverfisstofnunar. Að auki verður heimilt að veiða hreindýrskálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Langflest dýrin, eða sex hundrað og sjötíu, verður heimilt að veiða á Norður-Héraði.

hreindr_soffa_halldrs.jpg

Lesa meira

Vinsamlega athugið að netföngum hefur verið breytt

Netföngum Austurgluggans hefur verið breytt á eftirfarandi máta:

Auglýsingar og áskrift: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fréttir/ritstjórn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Önnur netföng fyrir vikublaðið Austurgluggann eru ekki í gildi lengur.

Með kveðju frá ritstjóra.

atmerki.jpg

Þetta fólk hefur stolið verðmætum Íslands

Image „Við heimtum kosningar í vor og ég krefst þess af þjóð minni að hún standi upp og geri sig gildandi í umræðunni nú þegar; að hún fari þær leiðir sem færar eru til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson á mótmælafundi á Egilsstöðum í dag.


Lesa meira

Áhugavert tækifæri fyrir fólk til sveita

Vaxtarsprotar á Austurlandi er áhugavert verkefni á vegum Impru og markmið þess að hjálpa fólki til sveita til að skapa sér nýja eða aukna atvinnu í heimabyggð.

 Á námskeiðum fram til vors verður fólki á Austurlandi hjálpað að þróa hugmyndir að tekjuskapandi verkefnum og er kennsla og ráðgjöf því að kostnaðarlausu.

vaxtarsproti1vefur.jpg

Lesa meira

Eskfirðingar sigruðu í Samaust

Fulltrúar Knellunnar, Eskifirði, sigruðu í Samaust, söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi sem haldin var í Valaskjálf, Egilsstöðum, í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Mikil hálka á vegum

Vegagerðin varar vegfarendur við hálku, hálkublettum og snjóþekju. Flughált er á Jökuldal, Borgarfjarðarvegi og Breiðdalsheiði og sömuleiðis á Fjarðarhhreksstaalei_vefur.jpgeiði. Spáð er ágætu veðri á Austurlandi á morgun, hálfskýjuðu, einhverri úrkomu og hægum vindi frá suðaustri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.