Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefni þeirra sá ég að það þýðir ekki að lesa bara það sem sett var fram í auglýsingum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar.
Staðan í orkumálum þjóðarinnar er ekki á ábyrgð einhverra manna út í bæ, eins og gefið hefur verið í skyn heldur þeirra stjórnamálamanna sem hafa ráðið landstjórninni síðast liðin 7 ár.
Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Það hefur varla vafist fyrir neinum að það sé skortur á raforku hér á landi, sem hamlar frekari vexti og veldur áhyggjum sérfræðinga. Þeir hafa í langa hríð bent á að næstu ár gætu orðið erfið vegna hugsanlegra raforkuskerðinga og takmarkaðs framboðs á raforku.
Talsvert hefur farið fyrir umræðu um afnám tollfrelsis og áform um að setja innviðagjald á komur skemmtiferðaskipa í fjölmiðlum undanfarna mánuði. Það er skemmst frá því að segja að verði af þeim áformum þann 1. janúar 2024 mun það hafa mjög neikvæð áhrif á ört vaxandi grein ferðaþjónustu og móttöku skemmtiferðaskipa hringinn í kringum landið. Hafnir Múlaþings munu verða fyrir miklum skaða eins og kemur fram í grein minni hér í Austurfrétt frá 1. október sl. Múlaþing í stöðugum vexti vegna skemmtiferðaskipa en blikur á lofti vegna tollfrelsis.
Tryggja verður öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu. Lög um heilbrigðisþjónustu eru afar skýr um að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita.
Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á? Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins.
Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun.
Kosningarnar eftir mánuð munu snúast um að skapa betri lífskjör fyrir venjulegt fólk hér á landi. Fyrir mér ættu framboðin nú að leggja fram sínar leiðir til að taka á verðbólgu, skapa tækifæri, efla velferðarkerfið og standa vörð um náttúruna, en sum hafa valið að spila á okkar lægstu hvata; ótta og andúð.