Mikilvægar kosningar
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.Þetta eru mikilvægar kosningar.
Segið já 26. október - Aukinn slagkraftur
Ef sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður samþykkt mun nýtt sveitarfélag hafa sterkari rödd og stöðu í samskiptum við ríkisvaldið og í samstarfi sveitarfélaga á landsvísu.Menntun og samgöngur
Mig langar hér til að velta fyrir mér sameiningarhugmyndum sveitarfélaganna fjögurra út frá skólamálunum. Aðallega leik- og grunnskólunum en einnig öðrum skólagerðum.Í raun og veru veit ég ekki frekar en aðrir hvort að það sé betra að sameinast eða ekki. Ég veit hinsvegar, að sameining er í sjálfu sér bara orð. Hugsjónir og framkvæmdir í kjölfar sameiningar myndu leiða í ljós hvort að niðurstöður kosninganna leiddu til góðs eða ekki.
Sameiningar sveitarfélaga: Er eftir einhverju að bíða?
Fjöldi krefjandi verkefna bíður nú sveitarfélaga á Íslandi við að þjónusta íbúa sína betur. Kröfurnar aukast sífellt. Mörg þeirra eiga erfitt með að mæta þeim. Sum geta það alls ekki. Tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum. Þau svara því ekki kröfum tímans verða undir og dæmast að lokum úr leik til búsetu. Stöðnun og óbreytanleiki, í síbreytilegu nútíma samfélagi, er stysta leiðin að endalokunum. Að vera á hliðarlínunni í skjóli horfa á en þiggja, vera ekki þátttakandi, getur ekki verið í boði mikið lengur.Sameining sveitarfélaga á Austurlandi
Nú líður senn að því að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar en kosning mun fara fram laugardaginn 26. október nk.Sameinuð og samkeppnishæf
Nú ber hæst um þessar mundir að efna á til kosninga um sameiningu sveitarfélagana Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar. Rétt er að halda til haga að undirritaður sat í fjölskipaðri samstarfsnefnd viðkomandi sveitarfélaga á síðasta kjörtímabili, þar sem hrundið var í framkvæmd skoðanakönnun þar sem leitast var við að kanna hug íbúa til sameininga. Er skemmst frá því að segja að niðurstaða úr skoðanakönnun þessari gaf fullt tilefni til að taka upp formlegar viðræður meðal þeirra sveitarfélaga sem nú verður kosið um þann 26. október.Sameining?
Markaðssetningin á sameiningu Austurkragans er mér ekki að skapi. Markmið kynningarfunda var að vinna hugmyndinni fylgi en ekki að upplýsa, þetta voru hnitmiðaðir áróðursfundir. Mér fyndist eðlilegt að í hverjum byggðakjarna væri íbúafundur þar sem heimamenn skoðuðu málefnið frá sínum bæjardyrum. Frá Seyðisfirði reyni ég það.