Af munna Fjarðarheiðarganga

Í liðinni viku var frétt í Ríkisútvarpinu um að öðrum áfanga í jarðfræðirannsóknum, sem hófust nú í sumar, vegna Fjarðarheiðarganga væri lokið. Það er gleðiefni að þetta verk skuli vera komið á rekspöl og vonandi að ekki verði frekari tafir á og menn haldi ótrauðir áfram við þessa mikilvægu samgöngubót.

Lesa meira

„Karma is a bitch!“

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bauð sig fram í Norðausturkjördæmi sagðist hann velja kjördæmið sem hefði skapað hann sem stjórnmálamann. Hvatning og stuðningur þaðan hefði orðið til þess að hann varð formaður Framsóknarflokksins. Eftir sjö ár í formannsstólnum gæti það orðið kjördæmið sem fellir hann. Vika er í kjördæmisþing flokksins og eftir þrjú mótframboð í oddvitasæti kjördæmisins er ljóst að Sigmundur Davíð rær lífróður fyrir þing- og formannssætinu.

Lesa meira

Er lengra austur en suður?

„Það er bara sumum sem þykir miklu lengra austur en suður,“ sagði fótboltaþjálfarinn sem ég átti gott samtal við í vikunni – en ég var bæði að ræða við hann sem blaðamaður og foreldri um góðan árangur 5. flokks drengja í Fjarðabyggð/Leikni, en þeir eru komnir í úrslit í Íslandsmótinu með því að vinna sinn riðil sem spilaður er á Austur- og Norðurlandi. Reyndar eru yngri flokkarnir í minni heimabyggð búnir að standa sig gríðarlega vel í sumar, allir sem einn.

Lesa meira

Við eigum að fjárfesta í menntun

Við Íslendingar erum almennt sammála um að menntun sé ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er því merkilegt að á sama tíma og núverandi stjórnvöld státa sig af góðum árangri í fjármálum ríkisins sé skólakerfið í miklum fjárhagsvanda. Leikskólarnir eru svo fjársveltir að starfsfólkið talar um að það sé tilneytt til að skerða þjónustu við nemendur. Grunnskólarnir geta ekki sinnt sínum lögbundnu skyldum og kjarasamningar grunnskólakennara eru í uppnámi.

Lesa meira

Mengun stórskipa í Seyðisfjarðarhöfn.

Stórskipaumferð um Seyðisfjarðarhöfn hefur aukist á undanförnum árum. Ferjan Norröna kemur nú vikulega allan ársins hring og skemmtiferðarskipum fjölgar ár frá ári. Á þessu ári koma 34 slík skip og 37 skip hafa bókað sig fyrir næsta sumar. Skemmtiferðaskipin stoppa aðeins 6-12 tíma, en yfir vetrartímann (8 mánuði á ári) stoppar ferjan 2 sólarhringa hverju sinni.

Lesa meira

Bekkur og tré

Á dögunum keyrði ég ein frá Neskaupstað til Reykjavíkur í yndislegu veðri. Einhverjum kann að finnast rúmlega 700 km ökuferð óskemmtileg en mér finnst fátt notalegra en að keyra um landið í góðu veðri. Mér finnst meira að segja Oddsskarðið skemmtilegt, en bara á sumrin, ekki í þoku. Ríkisútvarpið er góður ferðafélagi og fræðandi og svo syng ég með þegar Læda slæda er spilað enn einu sinni. Ég stoppa reglulega til teygja úr mér og njóta veðursins og náttúrunnar.

Lesa meira

Ef Framsókn ætlar að sækja fram

Á þessu kjörtímabili hefur Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn náð gríðarlegum árangri. Efnahagslífið er í sögulegum vexti með tilheyrandi áhrifum á hag heimilanna og launakjör almennings. Þá hefur markvisst verið unnið að eflingu byggðarlaga í landinu og ójöfnuður farið minnkandi. Því miður endurspeglast þessi árangur ekki í fylgi við flokkinn.

Lesa meira

Þorpið

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, segir gamalt máltæki.

Það kemur sérstaklega upp í hugann þessa dagana þegar maður fylgist af hliðarlínunni með okkar yngstu þorpsbúum takast á við nýjar og spennandi áskoranir. Hvert sem litið er má sjá litlar mannverur með litríkar skólatöskur, mistilbúnar að takast á við tilveruna, sem eiga það þó sameiginlegt að hafa hóp fólks sem bíður þeirra með opinn faðm og mun leiðbeina þeim í gegnum áskoranir næstu mánaða og ára. Gleðjast með þeim þegar vel gengur og grípa þau þegar þau hrasa. Þorpið.

Lesa meira

Innkaupakerra Kaupfélagsins

Þegar sumarið var tæplega hálfnað flutti frumburðurinn Aldís aftur heim í foreldrahús með allt sitt hafurtask. Og það var ekki lítið skal ég segja ykkur – heilli búslóð var komið fyrir í 14 fermetra herberginu. Hún lauk síðan flutningsferlinu með því að koma gangandi inn innkeyrsluna með innkaupakerru úr Kaupfélaginu í Sönderborg, innihaldandi restinni úr íbúðinni. Föður hennar, Fúsa Fellamanni, til lítils fagnaðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar