Austurland til framtíðar: Þetta eitthvað annað

Á Austurlandi er atvinnuástand almennt mjög gott. Og það er kostur. Það er gott að geta verið í frumkvöðlabrölti en geta síðan sótt um í álverinu ef allt fer á versta veg. Ferðamennskunni hefur vaxið fiskur um hrygg og er hún orðin mjög umfangsmikil á Austurlandi yfir sumartímann. En spurningin er hvort við eigum ekki inni sóknarfæri á fleiri sviðum.

Lesa meira

Togstreita og aðgreining

Við sem fylgjumst með almennri umræðu og notum samfélagsmiðla verðum reglulega vör við deilur. Yfirleitt snúast þær um dægurmál, oft um „málið“ sem allt snýst um í umræðunni á Íslandi þann daginn og er jafnan gleymt tveimur dögum síðar. Svona deilur (ég á dálítið erfitt með að nota hugtakið rökræður í þessu sambandi) þróast gjarnan í nokkurskonar liðsíþrótt sem má draga saman í reiðilegu spurninguna: „Af hverju eru ekki allir eins og „við“?“

Lesa meira

Austurland til framtíðar: Viðhorfið mótar okkur

Mig langaði til að skrifa grein þar sem ég færi á flug í lofræðu um hversu dásamlegt Austurland er, hversu frábært það er að búa hérna, hve náttúran er stórfengleg, fjölskrúðugt kærleiksríkt mannlíf, spennandi listalíf og tækifæri til allskonar við hvert fótmál - því það væru ekki miklar, jafnvel á köflum engar, ýkjur. Þetta er þó ekki alveg svoleiðis grein.

Lesa meira

Vegstyttingar eru ekki ógn heldur mikil tækifæri fyrir svæðið

Umhugsunarvert annars hvað miklar vegstyttingar geta lagst illa í menn. Vegstyttingar eru samt ein af helstu markmiðum samgönguyfirvalda og skýringin er einfaldlega sú að þær eru gerðar með hagsmuni hins almenna vegfarenda að leiðarljósi. Hagsmunir hins almenna vegfarenda hafa hinsvegar í alltof miklum mæli verið gerðir að algjöru aukaatriði í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um lausnir í samgöngumálum hér á Austurlandi.

Lesa meira

Til ráðherra vegna umræðu um þjóðveg 1

Í tilefni þess að nú er í umræðunni hugmynd um færslu þjóðvegar 1 af Héraði niður á Firði þá geri ég eftirfarandi athugasemdir við þessa hugmynd. Vona að Ólöf Nordal hafi eftirfarandi atriði í huga ef hún er að velta þessum hlutum fyrir sér:

Lesa meira

Austurland til framtíðar: Hvar mun ég búa eftir 10-15 ár?

Það er þrennt sem mun ráða mestu um hvar ég mun búa eftir 10-15 ár:
1. Verð á innanlandsflugi.
2. Samgöng á milli helstu byggðakjarna á Austurlandi á næstu 10-15 árum.
3. Reglulegt millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll.

Lesa meira

Lokað – en samt ekki!

Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á auglýsingum um lokanir vega – bæði þjóðveginn um Oddsskarð svo og vega innanbæjar á Reyðarfirði og Eskifirði. Einnig hefur miðbænum á Seyðisfirði verið lokað. Í fyrra var Fagradal ítrekað lokað. Allt þetta til að auðvelda kvikmyndafyrirtæki að framleiða sjónvarpsseríu.

Lesa meira

Austurland eitt sveitarfélag

Aðalfundur SSA 2015 var haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október á síðasta ári. Eins og vera ber var fjöldi ályktana samþykktur á fundinum. Margar þeirra lítið breyttar frá fyrri fundum og aðrar nýjar. Venju samkvæmt var tekist á um sumar en aðrar runnu í gegn án mikillar umræðu. Meðal ályktana sem samþykktar voru frá allsherjarnefnd var ályktun um samstarf sveitarfélaga á Austurlandi:

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar