Opið bréf til samgöngunefndar SSA: Þjóðvegur 1 um Suð-Austurland.

Um langa hríð hefur þjóðvegur 1 um Austurland legið um Breiðdalsheiði til Héraðs og þaðan Norður. Hann hefur því í raun aldrei náð til strandbyggðanna á Mið-Austurlandi. Síðustu 10 árin - allt frá því Fáskrúðsfjarðargöng voru opnuð - hefur þjóðleiðin um Austurland hins vegar legið um Suðurfirði til Reyðarfjarðar og um Fagradal til Héraðs. Það liggur því í augum uppi að með opnun ganganna átti strax að færa Þjóðveg 1 til samræmis. Um þetta eru flestir Austfirðingar sammála enda er umferð um Breiðdalsheiði sáralítil.

Lesa meira

„Þú ert of veik fyrir mig“

Tara Ösp Tjörvadóttir er ein þeirra þriggja kvenna sem hófu herferðina #égerekkitabú í byrjun október sem nú hefur leitt af sér samtökin Geðsjúk. Alvarlegt þunglyndi tók að gera vart við sig hjá henni skömmu eftir að hún flutti til Egilsstaða fyrir rúmum áratug og á því náði hún ekki tökum fyrr en hún fór að taka lyf fyrir tveimur árum . Í viðtali við Austurgluggann lýsir hún upplifuninni af því að fara á milli heilbrigðisstarfsmanna á Austurlandi, mætingunni í menntaskólann og fordómunum gagnvart eigin líðan og lyfjunum.

Lesa meira

Ég finn lykt af Guði

Jólin nálgast, það finnum við í öllu umhverfi okkar. Þessi hátíð sem er svo sérstök, við finnum nálægð hennar í litunum, ljósunum, ilminum, hlýjunni og síðast en ekki síst í andlitum barnanna sem kunna svo vel að taka á móti því undri sem aðventan og jólin boða. Og við hin fullorðnu minnumst bernskujóla.

Lesa meira

Geðveikin

Val Austfirðinga á Töru Ösp Tjörvadóttur sem Austfirðings ársins er austfirski anginn af mikilli vitundarvakningu sem átt hefur sér stað á Íslandi undanfarna mánuði. Ásamt vinkonum sínum hratt Tara af stað átakinu #égerekkitabú sem fylgdi í kjölfar fleiri annarra eins og Útmeða frá síðasta sumri.

Lesa meira

Austfirðingur ársins 2015

Nú er hafin kosning um Austfirðing ársins. Að þessu sinni eru fjórtán einstaklingar eða teymi tilnefnd fyrir vinnu sína í þágu austfirsks samfélags. Kjörinu lýkur á föstudag.

Lesa meira

Það kólnar líka í Kanada

„Landið heitir Ísland en þar er ekki kalt. Ég kem frá Ottawa og þar vorum við stundum með snjóinn upp í mitti,“ sagði Alice Olivia Clarke frá Kanada í #viðöll jóladagatalinu á sunnudagskvöld. Sama dag gekk um netið samanburður Kvennablaðsins á íslensku og kanadísku ráðherrunum.

Lesa meira

Jólasveinarnir í Bjólfinum þurfa líka að pissa

Jólasveinarnir á Seyðisfirði búa í bæjarfjallinu Bjólfinum og fylgjast þaðan með öllu sem gerist í kaupstaðnum . Þeir komu til byggða um jólin eins og aðrir jólasveinar og glöddu börnin með gjöfum og tilheyrandi.

Lesa meira

Aukum eldvarnir um hátíðarnar

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór fram á aðventunni en þá heimsóttu slökkviliðsmenn um allt land nemendur í þriðja bekk grunnskólanna og fræddu þá og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Það er nefnilega þekkt staðreynd að eldhætta á heimilum eykst á aðventunni og útköll slökkviliða eru aldrei fleiri en í desember og janúar.

Lesa meira

Menntun og erlent starfsfólk í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustan hefur heldur betur hjálpað okkur að rétta úr kútnum eftir hrunið 2008. En ýmis vaxtarverkir fylgja 20-30% fjölgun gesta milli ára. Jafnvel hér á Austurlandi sjáum við orðið ferðamenn allt árið um kring sem krefst þess að við höfum opna þjónustu lengur en aðeins yfir sumarmánuðina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar