Snyrtilegur klæðnaður

ingiborg thordardottir vg 03042013Í kvöld fer fram hið árlega Fjarðaball sem er haldið fyrir krakka í 8.-10. bekk í öllum grunnskólum á Austurlandi. Þetta er skemmtileg hefð og ungilngurinn á mínu heimili er afar spenntur.

Í vikunni fengu við foreldrarnir bréf frá skólanum þar sem farið var yfir tímasetningar, kostnað og slíkt og svo koma reglur um klæðaburð. Í þeim kemur fram að snyrtilegur klæðnaður sé nauðsynlegur. Svo fylgja skilgreiningar á því hvað felst í snyrtilegum klæðnaði. Þetta eru einkum reglur ætlaðar stúlkum.

Lesa meira

Í fótspor Walkers í Breiðdalssetri

jardfreadimalthing bdalsvik hihLaugardaginn 30. ágúst hélt Breiðdalssetur málþingið „Í fótspor Walkers" í minningu og til heiðurs Georg Walker jarðfræðingi, sem var heimsfrægur vísindamaður og m.a. frumkvöðull í rannsóknum á jarðfræði Austurlands. Rannsóknir hans hér eystra hófust 1954 og stóðu fram á miðjan sjöunda áratuginn. Stór hluti arfleifðar hans er varðveittur í Breiðdalssetri og er það starfseminni ómetanlegt.

Lesa meira

Kannski að ég geti eldað eftir allt saman?

Siggalund austurfrettÉg hef aldrei eitt eins miklum tíma í eldhúsinu eins og ég hef gert síðan ég kom í sveitina. Hér á Vaðbrekku skellir maður sér ekkert á KFC, Bæjarins bestu, Búlluna eða á Sushi train eins og maður gerði gjarnan í Reykjavík.

Lesa meira

Björgunarkerra Björgunarsveitarinnar Héraðs

bjorgunarkerra baldur nikkiÁrið 2012 þegar við vorum nýtekin við stjórn Bsv Héraðs og enginn peningur var til í kassanum kom Nikulás Bragason með grein úr Morgunblaðinu og sagði mér að við yrðum að sækja um styrk. Blaðagreinin fjallaði um styrktarsjóð ISAVIA sem átti að úthluta úr til björgunarsveita í nágrenni flugvalla. Umsókn átti að skila inn í febrúar með kostnaðaráætlun um hvað ætti að nota peninginn í. Nikulás var með hugmynd að kerru með búnaði sem hægt væri að nota í hópslysum, atburðum þar sem væru margir slasaðir.

Lesa meira

Miðbær Egilsstaða

IvarIngimars 131011Miðbærinn á Egilsstöðum er ekkert augnayndi, við verðum bara að viðurkenna það. Hann bíður fólk ekki beint velkomið upp á að slappa af í honum, rölta um í rólegheitum, setjast niður og fá sér kaffi eða öl.

Lesa meira

Central Park Egilsstaðir

einar ben thorsteinsson agust14 0006 webÍ kjölfar örlítillar umræðu sem hefur skapast á vefkimum Austurfréttar um hversu óáhugaverðir Egilsstaðir eru sem stoppistöð ferðamanna, þá vil ég kasta fram ódýrri og sniðugri lausn á„viðveruhallæri" því sem við eigum við að glíma í sambandi okkar við innlenda og erlenda ferðamenn á Austurlandi.

Lesa meira

Fyrsti blakki hælisleitandinn

djupivogur 280113 0018 webÞann 12. apríl síðastliðin voru 230 ár liðin frá fæðingu Hans Jónatans, bónda í Borgargarði á Djúpavogi og fyrst blakka hælisleitandans og í október í haust kemur „ævisagan" hans á prent hjá Máli og menningu, samin af Gísla Pálssyni mannfræðingi.

Lesa meira

Vertíð í ferðaþjónustu á Héraði

Sigrun holmYfir sumartímann margfaldast fjöldi gesta sem heimsækja okkur. Vegamótin sem liggja í gegnum Egilsstaði eru sögð ein þau fjölförnustu á öllu Austurlandi. Vegagerðin áætlar að hátt í 2.000 bílar fari yfir gatnamótin á dag þegar mest lætur yfir sumartímann. Til gamans má geta að á góðum janúardegi er umferðin um 200 bílar (heimild: vegagerdin.is).

Lesa meira

Hvað er ég búin að koma mér út í núna?

sigga-9003Það er ekki hægt að segja annað að lífið sé stundum hreint alveg óútreiknanlegt. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári síðan að ég ætti eftir að flytja í sveit og gerast fjárbóndi hefði ég bara hlegið, glætan, ég!

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar