Atvinnuþróun á Austurlandi

Í dag var fundur um eflingu atvinnuþróunar á Austurlandi. Þeim skilaboðum að frá Austurlandi komi tæpur einn fjórði af heildarverðmætum vöruútflutnings hefur verið komið rækilega á dagskrá af SSA á undanförnum misserum. Spurningin er hvort stefnumótun sveitarfélaga á Austurlandi hafi einkennst um of af kröfum atvinnulífsins, nú síðast í kringum innreið fiskeldisfyrirtækja í fjórðunginn.

Lesa meira

Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það?

Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum.

Lesa meira

Armslengd

Armslengd hefur mikið verið í umræðunni frá því að ákveðið var að selja hluta ríkisins í Íslandsbanka. Armslengd er ekki alveg nýtt fyrirbæri í stjórnsýslu ríkisins heldur má rekja hana allt til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. En hvað er armslengd og hvers vegna varð hún til innan Stjórnsýslunnar? Hugmyndin á bak við armslengdina er algjör snilld ef við köfum aðeins dýpra í tilurð hennar.

Lesa meira

Útrýmum riðuveikinni hjá sauðfé á Íslandi

Eftir að genið sem veitir nánast algert ónæmi sauðfjár gagnvart riðu fannst í fé á Þernunesi á síðasta ári opnaðist skyndilega möguleiki til útrýmingar riðu hjá sauðfé hér á landi.

Lesa meira

Bjart fram undan í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi

Í dag lenti fyrsta flugvél EasyJet á Akureyrarflugvelli og hóf þar með vikulegt áætlunarflug í vetur. Þetta er stórmerkur áfangi og vart hægt að hugsa sér betri leið til að fagna vetrarkomunni. EasyJet er eitt öflugasta flugfélag Evrópu sem getur, ef vel gengur, gjörbreytt öllum forsendum fyrir heilsársferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

Áskorun til sveitarstjórnar Múlaþings

Við undirrituð, félagar í VÁ – félag um vernd fjarðar, óskum þess að sveitarstjórn Múlaþings hafni tillögu heimastjórnar Seyðisfjarðar sem lögð var fram á 39. Fundi stjórnarinnar þann 11.10.2023 og hljóðar svona:

„Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að fara þess á leit við Matvælastofnun að afgreiðsla rekstarleyfisumsóknar vegna fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði verði sett í forgang.“

Lesa meira

Orð eru til alls fyrst

Hugtökin „grænt“, „hreint“, „umhverfisvænt“ og fleiri slík eru notuð af mörgu fólki. Merkingin er iðulega óljós, notkunin er oft óábyrg og beinlínis til þess fallin að villa um fyrir öðrum. Stundum virðist vera nóg að fyrirbæri sé skárra en mest mengandi kosturinn til að fá þennan eftirsóknarverða stimpil. En hvaða máli skiptir það?

Lesa meira

Stóra forgangsmálið

Nú þarf sveitarstjóri Múlaþings að leggja á klárinn, ríða á Selfoss á fund Matvælastofnunar(MAST) með samþykkta beiðni heimastjórnar Seyðisfjarðar um að afgreiðsla rekstrarleyfis sjókvíaeldis í Seyðisfirði, verði sett í forgang. Umhverfisstofnun (UST) þarf líka að afgreiða starfsleyfi, en heimastjórnin var ekkert að biðja um forgang á því.

Lesa meira

Byggðir í sókn í 10 ár

Í síðustu viku fór fram kjördæmavika og þingmenn voru á ferð og flugi að heimsækja fyrirtæki, fólk og stofnanir. Margt stendur upp úr en sérstaklega ánægjulegt var að taka þátt í afmælismálþingi um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem var haldið á Raufarhöfn. Verkefnið stendur á þeim tímamótum að fagna tíu ára starfsafmæli.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.