Þann 9. júlí síðastliðinn barst sú harmafregn að þrír einstaklingar hefðu látist í blóma lífsins í hörmulegu flugslysi við Sauðahnjúka. Samfélagið okkar lamaðist úr sorg, spurningar finna ekki svör og við reynum að skilja hvernig daglegt líf getur haldið áfram sinn vanagang þegar við höfum misst svo mikið.
Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands verða haldnir í fyrsta sinn á Egilsstöðum 26. ágúst og standa yfir í sólarhring. Áður hafa Styrkleikarnir verið haldnir tvisvar sinnum á Selfossi. Um alþjóðlegan viðburð er að ræða sem fer fram árlega á yfir 5000 stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Hátt í 10 milljónir taka þátt á hverju ári og fer fjölgandi.
Nærsveitungi okkar kom með sporðaköstum og krafti og hreinlega sagði Seyðfirðingum að sjókvíaeldi kæmi í fjörðinn í september 2023. Honum var ekkert sérlega vel tekið, en hann kvaðst funda oftar og upplýsa okkur og taka samtalið við samfélagið og vinna með því. Hann gerði sér enga grein fyrir því, og gerir ekki enn, að þetta er frekja, yfirgangur, vanvirðing og valdníðsla við allt og alla. Svona framkoma hefur aldrei verið til góðs.
Strandveiðar hafa reynst mikilvæg byggðaráðstöfun Í Norðausturkjördæmi. Þær breytingar sem gerðar voru á strandveiðilöggjöfinni á síðasta kjörtímabili hafa rýrt hlut svæðisins svo um munar og er nú svo komið að fjöldi sjómanna hafa tekið á það ráð að flytja sig á önnur svæði til þess eins að komast að.
Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna.
Góð samstaða virðist almennt vera um að næstu jarðgöng eigi að vera til að losa um einangrun Seyðisfjarðar. Tvennt kemur til greina, Fjarðarheiðargöngin eða Fjarðagöngin (Seyðisfjörður um Mjóafjörð til Norðfjarðar).
Af gefnu tilefni langar mig að hvetja fólk að vera á varðbergi gagnvart þeim hættum sem geta legið í heimi veraldarvefsins. Í gegnum tíðina hefur fólk, sem kannast við mig, haft samband vegna grunsamlegra hluta sem það hefur orðið fyrir í netheimum. Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á það að fólk útvegi sér upplýsingar um öryggi á netinu og sé ávallt á varðbergi.
Niðurstaða verkefnahóps um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng sem skipaður var af þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var birt í júní 2019 með skýrslunni: Seyðisfjarðargöng – Valkostir og áhrif á Austurlandi.