Útileikir í bikarnum

ImageFjarðabyggð og Höttur þurfa bæði suður á höfuðborgarsvæðið vegna leikja sinn í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Bæði drógust gegn úrvalsdeildarliðum. Höttur mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli en Fjarðabyggð heimsækir Fylki á Árbæjarvöll. Leikið verður sunnudaginn 5. júlí.


Seyðfirðingar hlupu lengst

Níu konur á Seyðisfirði hlupu tuttugu kílómetra í kvennahlaupi Sjóvár og ÍSÍ í dag. Þetta var lengsta vegalengdin sem var í boði á landinu. Hlaupið fór fram í tuttugasta sinn í dag.

Lesa meira

Góðir sigrar Fjarðabyggðar og Hattar

Karlalið Fjarðabyggðar og Hattar unnu bæði sína leiki í gær. Fjarðabyggð lagði HK 3-2 meðan Höttur tók KS/Leiftur á útivelli 0-2.

 

Lesa meira

Engin ný þjóðlendumál næstu tvö árin

Óbyggðanefnd tekur engin ný svæði til meðferðar næstu tvö árin og fjármálaráðherra lýsir ekki kröfum um þjóðlendur. Þetta er hluti af sparnaðarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag.

 

Lesa meira

Atvinnumál fatlaðs fólks á Egilsstöðum

Helga Dögg Teitsdóttir og Elísabet Ósk Sigurðardóttir skrifa:  Að taka virkan þátt í ýmiss konar starfsemi og samskiptum við aðra er einn þáttur í því að eiga gott líf.  Það að hafa vinnu spilar stóran sess í lífi hvers einstaklings, ekki síst hjá þeim sem af einhverjum orsökum búa við skerta starfsgetu.Hér á Austurlandi hefur vinnu- og verkþjálfunarstaðurinn Stólpi á Egilsstöðum spilað stórt hlutverk í þeim tilgangi að gefa fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína.  Eitt af hlutverkum Stólpa hefur verið móttaka á umbúðum með skilagjaldi en Stólpi var um árabil umboðsaðili Endurvinnslunnar ehf.  Á því hefur nú orðið breyting og viljum við greinarhöfundar skýra frá í hverju hún felst.

Lesa meira

Björgunarsveitir sóttu slasaðan sleðamann

Björgunarsveitirnar Ársól Reyðarfirði, Brimrún Eskifirði og Hérað Egilstöðum sóttu í kvöld slasaðan vélsleðamann á Búðardalsheiði, Sá slasaði var við vatnaskil Áreyjardal og Brúardals og þurfti að bera hann um kílómetra leið niður að sjúkrabíl. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var maðurinn ekki mikið slasaður en aðstæður erfiðrar, brattar skriður og laus möl.

TAK rannsakar stöðu kvenna

Tengslanet austfirskra kvenna hefur ýtt úr vör rannsókn á stöðu kvenna á Austurlandi og afstöðu þeirra til ýmissa málefna sem snerta búsetu á svæðinu.  Þeir þættir sem eru sérstaklega verða til skoðunar eru  atvinna, menntun, völd, samgöngur, fjölskylduvænleiki og fleira. Auk þess er að hluta kannað hvaða áhrif  stóriðjuframkvæmdir hafa haft á stöðu kvenna í fjórðungnum. Gagnasöfnun fer fram með viðtölum við konur á svæðinu, bæði þær sem búið hafa lengi og þær sem hafa flutt á svæðið nýlega eða á síðustu árum.  Viðtölin verða afrituð og greind og niðurstöður rannsóknarinnar settar fram í skýrslu sem afhent verður TAK. Þátttakendur verða ekki persónuauðgreindir og ekki vitnað í þá undir eigin nöfnum nema þeir gefi til þess leyfi.  Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar. Rannsóknin er framkvæmd af Tinnu Halldórsdóttur, MA nema í félagsfræði, og verður að einhverju leyti notuð í MA ritgerð við félagsvísindadeild HÍ.

konur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.