SKOTVÍS vill fjölga hreindýrum

Skotveiðifélag Íslands telur að fjölga megi dýrum í hreindýrastofninum um 2000 og þar með veiðileyfum um 500 hvert veiðitímabil. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélagsins, segir að gegnum rannsóknir á vegum félagsins megi sjá að Norð-Austurland, einkum svæðið út frá Vopnafirði, geti borið um 2000 hreindýr til viðbótar því sem þar er fyrir.

hreindraveiar.jpg

Lesa meira

Með óbragð í munni

Guðjón Sveinsson skrifar:       Evra í dag, evra í gær og evra alstaðar. Þetta er söngurinn sem heyrist og þú lest í hinni blaðfáu veröld Íslendingsins. Hvur and... er þetta? Eru menn ekki komnir með óbragð í gopuna? Eru menn gersamlega viti firrtir, er um visst einelti að ræða eða  vita gagnslaust gorrop, til að gera sig gildandi í umræðunni?

evrpusambandi.jpg

Lesa meira

Krakkar eru flottir

Um helgina voru fjörtíu krakkar á aldrinum sjö til þrettán ára í skátaútilegu á Eiðum. Þau komu sér fyrir í sumarbústöðum með allt sitt dót, elduðu sjálf risaskammt af gómsætri kjötsúpu, fóru í langar gönguferðir og leystu allskyns þrautir, ásamt því að syngja og skemmta sér saman.

krakki2.jpg

Lesa meira

Björk Sigurgeirsdóttir í öðru sæti í NA

Ranghermt var í frétt um framboðslista Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi hver skipar annað sæti listans. Það er Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, búsett í Fellabæ. Jafnframt var nafnaruglingur á öftustu sætum. Er beðist velvirðingar og listinn birtur aftur.

borgarahreyfingin.jpg

Lesa meira

Færðin betri

Í gær var talsverð ófærð á norðanverðu Austurlandi og lentu ökumenn í nokkrum vandræðum vegna fannfergis.

Fólksbifreið og jeppi skullu saman í snjógöngum á Fjarðarheiðinni, en til allrar mildi urðu ekki slys á fólki. Þá lenti jeppabifreið út af veginum um Jökuldal, þar sem mikil hálka var. Ökumaður og farþegar sluppu ómeidd en jeppinn skemmdist verulega. Vegagerðin segir nú hálku á Fjarðarheiði, Fagradal og á Oddsskarði og eru vegfarendur hvattir til að aka með aðgát.

fagridalur4.jpg

Innlit í líf útlendings á Íslandi

Góðan dag.

Til að byrja með langar mig að kynna sjálfan mig. Nafn mitt er Igor. Ég er frá Slóvakíu og hef búið hartnær þrjú ár á Íslandi. Á þeim tíma hef ég upplifað ýmislegt sem mig langar að deila með ykkur.

Lesa meira

Gleðilega páska

Þrátt fyrir páskahret og kulda er vor á næstu grösum. Þetta vor ber með sér von um betri tíð og grósku, ekki aðeins í eiginlegri merkingu heldur einnig í þjóðlífinu. Austurglugginn óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska og hvetur til bjartsýni og léttrar lundar! ,,Vertu til, er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig, sveifla haka og rækta nýjan skóg."

hnpin_pskalilja_vefur.jpg

Formaðurinn fremstur í Borgarahreyfingunni

Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, leiðir framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Hjálmar Hjálmarsson, leikari frá Dalvík, er í öðru sæti. Listinn var birtur í dag.

 

Lesa meira

Hag- ræða

Andrés Skúlason skrifar:    Öllu má nafn gefa, en svonefnd hagræðing hefur verið lausnarorð um langt skeið og fyrirmönnum ýmsum þótt gott að grípa til þessa hugtaks þegar á hefur þurft að halda, til að sannfæra fólkið í landinu um nauðsyn þess að hrúga þjónustu, framleiðslu, svo ekki sé talað um fólkinu sjálfu, saman á fáa útvalda staði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.