Forsætisráðherra Finnlands: ESB aðild er ekki einföld spurning fyrir dreifbýli
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, segir möguleika til vaxtar fyrir dreifbýli og landbúnað til vaxtar innan Evrópusambandsins. Þessi svæði hafi samt upplifað bæði þenslu og samdrátt síðan Finnar gengu í Evrópusambandið.
Seyðfirðingar hlupu lengst
Níu konur á Seyðisfirði hlupu tuttugu kílómetra í kvennahlaupi Sjóvár og ÍSÍ í dag. Þetta var lengsta vegalengdin sem var í boði á landinu. Hlaupið fór fram í tuttugasta sinn í dag.Góðir sigrar Fjarðabyggðar og Hattar
Karlalið Fjarðabyggðar og Hattar unnu bæði sína leiki í gær. Fjarðabyggð lagði HK 3-2 meðan Höttur tók KS/Leiftur á útivelli 0-2.
Engin ný þjóðlendumál næstu tvö árin
Óbyggðanefnd tekur engin ný svæði til meðferðar næstu tvö árin og fjármálaráðherra lýsir ekki kröfum um þjóðlendur. Þetta er hluti af sparnaðarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag.
Atvinnumál fatlaðs fólks á Egilsstöðum
Helga Dögg Teitsdóttir og Elísabet Ósk Sigurðardóttir skrifa:Fótboltablaðið komið á vefinn
Austfirska knattspyrnusumarið 2009, sérblað Austurgluggans um fótbolta, er komið á vefinn.Björgunarsveitir sóttu slasaðan sleðamann
Björgunarsveitirnar Ársól Reyðarfirði, Brimrún Eskifirði og Hérað Egilstöðum sóttu í kvöld slasaðan vélsleðamann á Búðardalsheiði, Sá slasaði var við vatnaskil Áreyjardal og Brúardals og þurfti að bera hann um kílómetra leið niður að sjúkrabíl. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var maðurinn ekki mikið slasaður en aðstæður erfiðrar, brattar skriður og laus möl.
TAK rannsakar stöðu kvenna
Tengslanet austfirskra kvenna hefur ýtt úr vör rannsókn á stöðu kvenna á Austurlandi og afstöðu þeirra til ýmissa málefna sem snerta búsetu á svæðinu. Þeir þættir sem eru sérstaklega verða til skoðunar eru atvinna, menntun, völd, samgöngur, fjölskylduvænleiki og fleira. Auk þess er að hluta kannað hvaða áhrif stóriðjuframkvæmdir hafa haft á stöðu kvenna í fjórðungnum. Gagnasöfnun fer fram með viðtölum við konur á svæðinu, bæði þær sem búið hafa lengi og þær sem hafa flutt á svæðið nýlega eða á síðustu árum. Viðtölin verða afrituð og greind og niðurstöður rannsóknarinnar settar fram í skýrslu sem afhent verður TAK. Þátttakendur verða ekki persónuauðgreindir og ekki vitnað í þá undir eigin nöfnum nema þeir gefi til þess leyfi. Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar. Rannsóknin er framkvæmd af Tinnu Halldórsdóttur, MA nema í félagsfræði, og verður að einhverju leyti notuð í MA ritgerð við félagsvísindadeild HÍ.