Í C-riðli 1. deildar kvenna eru þrjú austfirsk lið, Fjarðabyggð, Höttur og Einherji. Fjarðabyggð og Höttur hafa verið í deildinni um langt skeið og á síðustu árum hafa liðin reglulega komist í umspil um að komast upp í efstu deild. Einherji hefur hinsvegar ekki sent lið til keppni síðan árið 2003. Hér verður farið yfir stöðu mála hjá liðunum í byrjun sumars.
Það er árið 2015. Þrátt fyrir það hef ég, bara núna í vor, heyrt frá fyrstu hendi tvær sögur frá mínu litla landsvæði, Austurlandi. Því má leiða líkur að því að vandamálið sé eins annarsstaðar á landinu.
Það var frekar erfitt tímabil á Vopnafirði síðasta sumar hjá Víglundi Páli Einarssyni og lærisveinum hans í Einherja. Liðið endaði í 8 sæti af 10 og skoraði einungis 24 mörk, minnst allra liða í deildinni. Einherja til varnar þá voru þeir nýliðar í deildinni og náðu að halda sér uppi, svo það er afrek út af fyrir sig.
Þessa dagana gefst okkur, íbúum Austurlands, fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum sem áhuga hafa, kostur á að leggja okkar að mörkum við að móta framtíðarstefnu Austurlands. Um er að ræða verkefni, sem gengur undir nafninu Sóknaráætlun Austurlands, og er stefna landshlutans í atvinnu- og nýsköpun, menningu og listum, lýðfræðilegri þróun og uppbyggingu mannauðs.
Ég er Íslendingur og mér er bent á það á hverjum degi hvað ég er vitlaus, ég bý á Íslandi. Það er alveg ömurlegt og eiginlega bara hálfvitar sem enn búa hér. Það er annað en þeir ótrúlega gáfuðu og sniðugu einstaklingar sem hafa flutt búferlum, sumir jafnvel skilið mig og aðra eftir með skuldirnar sínar og búa núna í paradís á jörð, sem eins og er virðist heita Noregur.
Við lesum oft um ágreining og sundrungu. Börnin okkar lenda í útistöðum strax í barnaskóla. Eldri velja þau sér félaga og fullorðin eru þau orðin hluti af flokkum, hópum sem eiga eitthvað sameiginlegt. Stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð, hagsmuni, uppruna, þjóðerni, tónlistarstefnur. Bara nefnið þið það.
Við þekkjum öll þá stöðu sem málefni Reykjavíkurflugvallar eru í og hafa því miður verið um langt skeið. Reykjavíkurborg hefur samþykkt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir því að enginn flugvöllur verði í Vatnsmýrinni eftir árið 2024, og það sem meira er, virðist vera algjörlega sama um það hvað tekur við þegar kemur að þessum lykilsamgöngum þjóðarinnar. Það að skipuleggja eina aðalsamgönguæð landsbyggðanna til höfuðborgarinnar út af kortinu er auðvitað fráleitt. Eða geta menn ímyndað sér að Kaupmannahöfn myndi bara einn góðan veðurdag skipuleggja aðalbrautarstöðina í burtu og láta sig engu skipta hvernig lestasamgöngum yrði háttað í framhaldinu? Þetta er svo fráleit hugsun að ekki tekur nokkru tali og ótrúlegt að Reykjavíkurborg skuli leika nákvæmlega þennan leik.
Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi hefur vaxið hratt síðustu ár. Í fyrstu létu verslanir Rauða krossins ekki mikið yfir sér og enn síður grenndargámarnir, þangað sem fólk um allt land getur skilað notuðum fötum og vefnaðarvörum. Í dag er fatasöfnunin einn helsti tekjuliður í starfi Rauða krossins og nam hagnaður af söfnun, sölu, endurvinnslu og dreifingu af fatasöfnun rúmlega 100 milljónum króna árið 2014. Það árið söfnuðust 2000 tonn af fatnaði um allt land sem var skilað í 150 grenndargáma sem er að finna í öllum þéttbýliskjörnum. Til samanburðar söfnuðust 1700 tonn árið 2013 og 1400 tonn árið 2012.
Ég held að flestum sé þannig farið að þegar þeir taka upp bók þá velta menn því fyrst fyrir sér hverskonar bók þeir eru með í höndunum. Er þetta skáldsaga, ævisaga, ljóðabók, fræðirit eða hvaðeina annað?