Aldrei hafði mér dottið í hug að ég ætti eftir að verða rekinn úr vinnu. Hef ætíð lagt mig fram við alla vinnu sem ég hef unnið um dagana og oftast unnið talsvert umfram það sem ætlast var til af mér. Fáa daga hef ég legið heima veikur og aldrei hefur mér dottið í hug að tilkynna mig veikan þegar ég hef ekki verið það. Hef ætíð lagt mig fram um að koma vel fram við vinnufélaga og vinnuveitendur, sama hvort mér hafa þótt þeir skemmtilegir eða leiðinlegir. Man reyndar ekki eftir nema skemmtilegum samstarfsmönnum og reyndar mörgum alveg hrikalega skemmtilegum. En sem sagt nú kom að því.
Mikið væri það nú ljúft ef gerðar væru þær kröfur á stjórnmálamenn, hvort heldur þeir sinna lands- eða sveitarstjórnarmálum, að þeir stæðu við loforð sín og segðu satt svona yfirleitt, að viðlögðum brottrekstri frá stjórnmálavafstrinu.
Staðalmyndir eru lúmskar. Staðalmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna geta læðst aftan að okkur víða; í auglýsingum, sjónvarpsþáttum, leikföngum og jafnvel í skóla- og fræðslukerfinu. Þær segja okkur – og börnunum okkar – hvernig kynin „eru" eða „eiga að vera". Svona eru strákar, svona eru stelpur. Svona gera mömmur, svona gera pabbar. Stelpur vilja bleika kjóla, strákar vilja bláa bolta. Mömmur elda mat, pabbar gera við bíla. Ekki satt?
Með smávægilegum hléum hef ég verið áskrifandi að Neon-klúbbi bókaútgáfunnar Bjarts frá upphafi og ég efast í raun ekki um þá staðhæfingu þeirra að þetta sé besti bókaklúbbur í heimi. Bækurnar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar og að hafa vakið athygli í heimalandi höfundar sem og víðar. Bækur höfunda eins og Paul Auster, Ian McEwan og Haruki Murakami hafa verið gefnar út á Íslandi undir merkjum Neon og ég á mér þó nokkrar uppáhaldsbækur úr þessum frábæra bókaflokki. Það má því með sanni segja að ég hafi verið hálfhissa þegar ég fann bók David Nicholls „Við" í póstkassanum. Þetta er metsölubók um víða veröld eins og ástarsaga hans „Einn dagur" sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Bók sem mér myndi aldrei detta í hug að lesa að fyrra bragði. Engu að síður hefur Neon komið mér á óvart oftar en einu sinni og það var því sjálfsagt að gefa þessari bók séns.
Fyrir stuttu varð ég þeirrar innilegu ánægju njótandi að sjá uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum á Klaufum og kóngsdætrum, ævintýraheim H.C Andersen Eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Sem eru í hópi Ljótra Hálfvita. Segir sig sjálft. Í tilefni af því að 210 ár eru liðin frá fæðingu H.C Andersen var ákveðið að dusta rykið af bráðskemmtilegu verki sem svo sannarlega hefur staðist tímans tönn. Svona eins og H.C. Andersens (sem fær alveg hryllilega fyndin brandara í H.C Andrés Önd – ég hló)
Mér finnst áhyggjuefni að fólki sé ekki að fjölga hér fyrir austan að neinu ráði. Frá 1998 til 2014 fjölgaði íbúum á Austurlandi um 411 eða 3%. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 17%.
Þetta gat verið landsfundurinn til að hjóla í ríkisstjórnina á fullum krafti. Tækifærið til að vekja athyglina á málefnunum og reyna að komast í gullnámu Pírata. Í staðinn var ýtt á panikk-takkann og farið af fullu í innanhússlagsmálin.
Nú á næstunni verður tekið í notkun nýtt hjúkrunarheimili á Egilstöðum. Það verður að sjálfsögðu gleðidagur í hugum flestra. Að því tilefni munu einhverjir gera sér glaðan dag og halda teiti. Allt er það nú gott og blessað enda full ástæða til þess að gleðjast. Það verða samt ekki allir með ósvikna gleði í hjarta þegar þeir munu ganga inn í þessa sali. Þar á ég við fólkið sem á að vinna þar, því á þessum tímamótum þarf það að taka á sig kjaraskerðingu. Já, þetta hljómar undarlega, en svona er þetta nú samt.
Varnarbarátta hefðbundinna fjölmiðla, einkum vegna rekstrarerfiðleika, sem torvelda þeim að þjónusta samfélagið með fréttaflutningi, aðhaldi og markvissri greiningu er eitt af einkennum fjölmiðlaþróunar og upplýsingadreifingar undanfarinna ára. Annað einkenni eru svo áhrif fjölgunar almannatengla fyrirtækja og stofnana (svokölluð PR-væðing) á upplýsingadreifingu sem birtist í að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir leitast við að stýra umfjöllun um sig sjálf. Nokkuð sem á tíðum er beinlínis andstætt almannahagsmunum.