Knattspyrnusumarið 2015: Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er mætt aftur í 1. deildina eftir að hafa sigrað 2.deildina mjög örugglega síðasta sumar. Fjarðabyggð tryggði sig upp með Gróttu, hafði 7 stiga forskot þegar að deildin endaði og átti sömleiðis markahæsta leikmann deildarinnar, Brynjar Jónasson sem skoraði 19 mörk.Í vor hefur Fjarðabyggð tekið þátt í riðlakeppni lengjubikarsins og endaði liðið í 6. sæti af 8, með 7 stig í 7 leikjum en í riðlinum voru þó fimm Pepsi deildar klúbbar.