Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, fékk nýverið heillaóskir frá Hillary Clinton, þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk Stevie-gullverðlaunanna sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri. Sérstaklega er minnst á virka þátttöku í austfirsku samfélagi í bréfi Clinton.
Landsnet skoðar úrbætur eftir rafmagnsleysi: Byggðalínan löngu sprungin
Landsnet vinnur að greiningu á því hvort takmarka hefði mátt áhrif truflunar í álverinu í Straumsvík á raforkukerfið síðasta laugardag. Rafmagnslaust varð á öllu Austurlandi í kjölfarið.
Esther Ösp: Er í lagi að tryggja jöfnuð bara stundum?
Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð, segir erfitt að réttlæta það fyrir íbúum sveitarfélagsins að það sé ekki allt eitt gjaldsvæði í almenningssamgöngum. Hún óttast að menn séu að fæla frá sóknarfæri með því að láta þá vilja ferðast lengst og nota kerfið sjaldnast borga hærra gjald en aðra.
Einn Austfirðingur í stjórn Landsbyggðarflokksins
Árni Björnsson, kerfisfræðingur frá Egilsstöðum, er fulltrúi Norðausturkjördæmis í stjórn Landsbyggðarflokksins sem stofnaður var í gær. Stofnfundurinn var haldinn í gegnum netið í landsbyggðarkjördæmunum þremur.
Heimilað að taka svefnskála og þreksal úr vinnubúðum Alcoa
Hæstiréttur hefur heimilað Gunnþóri ehf. að fara fram á að fyrirtækinu verði afhentur hluti vinnubúða Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði úr umsjá Stracta Konstruktion ehf. með beinni aðfararaðgerð. Rétturinn snéri þar með við dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi of mikinn vafa vera í málinu til að hægt væri að réttlæta slíka aðgerð.
Snjórinn bráðnar hratt í hlýindunum
Snjórinn hefur bráðnað hratt í hlýindunum sem ríkt hafa á Austurlandi undanfarna daga. Tæplega 15°C hitti mældist á Seyðisfirði snemma í morgun.
Elvar Jónsson: Það er búið að kasta stríðshanskanum
Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, segist vera tilbúinn í átakastjórnmál síðasta árið af yfirstandandi kjörtímabili ef það sé vilji meirihlutans. Bæjarfulltrúar hafa deilt harkalega á samfélagsmiðlum undanfarna daga um nýja gjaldskrá almenningssamganga.
Rafmagnslaust á Austurlandi eftir truflun í Straumsvík
Rafmagnslaust varð í á aðra klukkustund á stórum hluta landsins í dag í kjölfar truflunar í álverinu í Straumsvík. Rafmagn fór af á svæðinu frá Blönduvirkjun suður að Sigöldu.
Austfirðingum fjölgað um tæplega 1000 frá upphafi stóriðjuframkvæmda
Austfirðingar eru tæplega eitt þúsund fleiri í dag en þeir voru fyrir áratug áður en framkvæmdir hófust við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa. Íbúum á svæðinu fjölgar lítillega á milli ára.
Einar Rafn: Við gleðjumst yfir sprengingunum á kvöldin
Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir það afar ánægjulegt að vinna sé hafin við nýtt hjúkrunarheimili á Egilsstöðum með 40 rúmum. Erfitt hafi verið að sinna sjúklingum við núverandi aðstæður.
Jens Garðar: Þetta er ekki neikvætt mál
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir nýtt skipulag almenningssamgangna í Fjarðabyggð stórkostleg framfaramál fyrir íbúana. Loksins sé búið að koma í höfn kerfi sem virki eftir áralanga baráttu. Ekki sé raunhæft að sinni að hafa sveitarfélagið eitt gjaldsvæði.
Dregið um veiðileyfi í dag: Færri umsóknir en í fyrra
Dregið verður um hreindýraveiðileyfi fyrir komandi veiðitímabil á Egilsstöðum í dag. Umsóknir um leyfi í ár eru heldur færri en í fyrra þótt leyfunum fjölgi.