Hjón frá Egilsstöðum duttu í lukkupottinn í sumar þegar þau unnu 22
milljóna króna bónusvinning í Víkingalottóinu. Þau geymdu seðilinn á
öruggum stað þar til þau áttu næst ferð í borgina.
Þingflokkur Framsóknarmanna fundaði um helgina á Hótel Héraði,
Egilsstöðum með landstjórn Framsóknar. Um var að ræða árlegan fund þar
sem farið er yfir áherslur á nýju þingi sem sett verður 1. október
næstkomandi.
Lögreglumenn á Austurlandi skora á ráðherra að ganga til samninga við
Landssamband lögreglumanna og leiðrétta laun þeirra í samræmi við aðrar
stéttir sem margar hafa náð fram betri samningnum í krafti
verkfallsréttar.
Vinnsla og frysting á makrílafurðum til manneldis hjá
uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði hefur meira en tvöfaldast nú á
vertíðinni í samanburði við vertíðina í fyrra. Búið er að frysta alls
tæplega 11.000 tonn af makrílafurðum á Vopnafirði en alla vertíðina í
fyrra nam magnið tæplega 5.000 tonnum.
Til stendur að leggja niður starfsemi BM Vallár á Reyðarfirði í lok
mánaðarins. Umsvifin hafa minnkað verulega eftir bóluna á svæðinu um miðjan áratuginn. Að auki hefur fyrirtækið siglt í gegnum mikinn öldusjó.
Íbúatala Borgarfjarðar eystri margfaldast um hverja Bræðsluhelgi. Á vef sveitarfélagsins gefur nú að líta myndband sem tekið var í sumar þar sem sést hvernig tjaldsvæðið á Borgarfirði fyllist í byrjun helgarinnar og tæmist loks á sunnudeginum.
Ágúst Ármann Þorláksson, tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri
Tónskóla Neskaupstaðar, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Neskaupstað
mánudaginn 19. september, 61 árs að aldri. Hann hefur í áratugi verið
einn af lykilmönnunum í austfirsku tónlistarlífi í áratugi.
Heildargreiðslur vegna starfsloka Ólafs Hr. Sigurðssonar sem bæjarstjóra
Seyðisfjarðarkaupstaðar í vor nema 4,6 milljónum króna. Bæjarfulltrúi
segir að gengið hafi verið frá samningum án samþykkis bæjarráðs eða
bæjarstjórnar.
Til stendur að sekta foreldra á Vopnafirði sem ekki virða vistunartíma
barna sinna á leikskóla. Til stendur að afnema sveigjanlega vistunartíma
á skólanum.
Tvenn verðlaun féllu í skaut Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent í síðustu viku. Alls voru
veitt sautján viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í
fiskveiðum og sjávarútvegi bæði hérlendis og erlendis.
Hreindýraveiðitímabilinu lauk í dag þegar seinasta dýrið sem leyft var
að veiða á þessari vertíð var fellt. Góðir dagar í lok tímabilsins gerðu
veiðimönnum auðveldara að finna bráð sína.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) klofnaði í
atkvæðagreiðslu um hvort setja ætti gerð jarðganga eða vega í forgang í
fjórðungnum. Jarðgöngin urðu ofan á í vali um forgangsröðum verkefna
innan landshlutans fyrir fjárfestingaráætlun ríkisins á næsta ári.