Fyrrverandi gjaldkeri starfsmannafélags Fjarðaáls, Sóma, hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir fyrir að draga sér fé. Sakfellt var fyrir fjórtán ákæruliði af sextán.
Ferðaskrifstofan Discover the World hóf í morgun sölu á flugferðum milli Lundúna og Egilsstaða næsta sumar. Samhliða er ráðist í mikla markaðssetningu á Austurlandi í Englandi.
Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar því að fengin sé niðurstaða í mál sem AFL Starfsgreinafélag höfðaði gegn sveitarfélaginu fyrir hönd tveggja starfsmanna þess þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi tapað málinu. AFL hyggst sækja laun starfsmannanna aftur í tímann.
Hollendingur sem gripinn var með mikið magn fíkniefna eftir að hafa komið til Seyðisfjarðar með Norrænu í byrjun september hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram í desember. Farið var fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna.
Nemendur og starfsmenn Verkmenntaskóla Austurlands sýndu samstöðu gegn einelti á táknrænan hátt þegar þeir hittust á fótboltavellinum á mánudaginn og mynduðu hjarta.
Helgustaðavegi í Eskifirði var lokað um kvöldmatarleytið í kvöld vegna mikilla vatnavaxta. Fjárbúið Engjabakki var rýmt í kvöld þar sem talin er skriðuhætta á svæðinu.
Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir árið 2016. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni og önnur verkefni sem falla að sóknaráætlun Austurlands.
Mælingamenn á vegum Veðurstofunnar fóru af stað í birtingu í morgun til að kanna aðstæður út með Eskifirði þar sem hætta er talin á skriðuföllum. Sérfræðingur segir veðurspár hagstæðari en verið hafa.
Í gær var gengið frá kaupum Árnýjar Vatnsdal og Gísla Arnar Gíslasonar á Hótel Tanga á Vopnafirði. Þau hafa rekið hótelið í eitt og hálft ár og segja það hafa gengið vel.