Búið að sjósetja Venus NS

venus ns sjosetturNýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda, Venus NS, var sjósett í skipasmíðastöð í Tyrklandi í gær. Stefnt er að því að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl.

Lesa meira

Karen Erla tekur við af Hreini Halldórs í íþróttamiðstöðinni

baejarskrifstofur egilsstodum 3Karen Erla Erlingsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá næstu áramótum. Hún tekur við starfinu af Hreini Halldórssyni sem gegnt hefur því í þrjá áratugi. Fjórtán sóttu um starfið.

Lesa meira

Tímabært að endurskoða tekjuáætlun lögregluembættisins á Austurlandi

logregla syslumadursey heradsdomuraustSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, segir að endurskoða þurfi sértekjuáætlun lögreglustjóraembættisins á Austurlandi sem tekur til starfa um áramót. Hann kveðst hafa fulla trú á að þjónusta embættanna verði svipuð og hún er nú.

Lesa meira

Þúsundasta tonninu landað á Borgarfirði

hogni ns 10Á miðvikudaginn síðast liðin var landað þúsundasta tonninu á Borgarfirði á þessu almanaksári. Aldrei hefur veiðst svona mikill Bolfiskur áður á þessu svæði. Árið 1999 veiddist  rúm 926 tonn sem hefur hingað til verið stærsti Bolfiskaflinn sem hefur komið í höfn á Borgarfirði, þar til nú. 

Lesa meira

Dæmdur fyrir að kýla tönn úr öðrum með hnefahöggi

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið karlmann á þrítugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda öðrum manni verulegum áverkum með hnefahöggi í andlitið. Tönn í efri gómi losnaði úr í heilu lagi og önnur kýldist inn.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Efnið nýtist í vegagerð

november 29112014 1Þokkalegur gangur hefur verið í greftri Norðfjarðarganga síðustu vikur og er nú búið að grafa hartnær 60% ganganna. Efnið sem kemur úr göngunum Norðfjarðarmegin, nýtist að stærstum hluta við vegagerð út dalinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar