Austurland varð fyrir mikilli þjónustuskerðingu þegar svæðisútvarp Austurlands (RAUST) var lagt niður. Fyrrum forstöðumaður segir það hafa verið óheillaskref fyrir svæðisstöðvarnar þegar þær voru færðar undir fréttastofu RÚV.
Lokaniðurstaða PricewaterhouseCoopers (PWC) vegna jafnlaunakönnunar (könnunar á kynbundnum launamun) sem fyrirtækið vann fyrir Fljótsdalshérað var lög fram á fundi bæjarráðs 15. desember síðastliðin. Áður var búið að kynna frumskýrsluna, en síðan hefur PWC unnið að loka- frágangi og afstemmingum.
Rafmagn er komið á aftur í Njarðvík en þar höfðu íbúar verið án rafmagns síðan á sunnudagskvöld og á Breiðdalsvík þar sem rafmagnið fór eftir hádegi í gær. Oddviti Breiðdalshrepps segir að gerði verði krafa um að varaaflstöð sé til staðar fyrir svæðið.
Rafmagnslaust hefur verið í Breiðdal síðan klukkan tvö í gær og ekki er útlit fyrir að rafmagn komist á fyrr en um hádegi. Kalt er orðið í íbúðarhúsum þar sem treyst er alfarið á rafmagnskyndingu.
Bilanir í aflspennum eins og sú sem olli sólarhringsrafmagnsleysi á Breiðdalsvík í vikunni eru afar fátíðar. Senda varð spenni úr Reykjavík þar sem ekki var fært frá Akureyri. Varaaflstöð Austurlands er enn staðsett á Þórshöfn þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.
Rafmagnslaust hefur verið í Breiðdal eftir að spennir gaf sig þar um klukkan tvö í gær. Beðið er eftir nýjum spenni frá Reykjavík. Ekki er til staðar færanleg vararafstöð á Austfjörðum.
Um er að ræða Jólasjóðinn Í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík en Hefð er komin á samstarf Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Rauðakrossdeildanna í Fjarðabyggð og á Breiðdalsvík, Þjóðkirkjunnar, Kaþólsku kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar á Norðfirði að Jólasjóðnum.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að frá og með áramótum verði almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði gjaldfrjálsar. Einhverjar breytingar verða á akstrinum og verða þær kynntar þegar þær liggja fyrir.
Flugsamgöngur á milli Egilsstaða og Reykjavíkur hafa farið úr skorðum vegna óveðurs til skiptis í landshlutunum síðustu daga. Þó nokkrir Austfirðingar eru enn tepptir syðra.
Lokaþáttur sjónvarpsþáttarins Orðbragðs var á dagskrá á sunnudagskvöld. En þau mistök áttu sér stað að stafsetningarvilla kom fyrir í þættinum í orðinu Neskaupstaður.