Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum í Breiðdal, leggur til að kirkjuráð skipi þriggja manna starfshóp sem vinni tillögur sem miði að því að fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni.
Starfsmenn Norðlenska eru óhressir með þjónustu Vegagerðarinnar í kringum flutninga fyrirtækisins á fé leið til slátrunar. Þeir eru ekki sammála mati þjónustuaðilans á aðstæðum.
LungA-lýðháskólinn sem tók til starfa á Seyðisfirði í haust og ráðningarskrifstofan og starfsmannaleigan Starfsfolk.is fengu hæstu styrkina í haustúthlutum Vaxtarsamnings Austurlands.
Læknar verða á vakt um allt Austurland og sinna bráðaþjónustu þótt verkfall þeirra hafi hafist á miðnætti. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir verkfallið ekki ógna öryggi en skerða þjónustu.
Þoka gerði austfirskum rjúpaskyttum erfitt fyrir á fyrsta degi rjúpaveiðitímabilsins í gær. Veiðmaður segir þá sem héldu til fjalla í gær lítið hafa haft upp úr krafsinu.
Búrhvalurinn, sem rak á land við Snæhvamm í Breiðdal fyrir viku, hefur verið urðaður þar í fjörunni. Landeigandi nýtti sér rétt til að nýta tennurnar úr dýrinu.
Niðurstöður rannsókna á grassýnum af átta austfirskum bæjum gefa ekki til kynna ástæðu til að hafa áhyggjur af brennisteini eða flúor í byggð. Meira er þó af efnunum þar en í fyrra, trúlega vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.
Nýstúdent kallar eftir fræðslu um kynjafræði meðal nemenda og kennara í framhaldsskólum. Hún segir afar neikvætt viðhorf finnast í garð femínista meðal beggja hópanna.
Á sjötta tug kvenna sótti hádegisverðarfund á Seyðisfirði í dag sem haldinn var í tilefni kvennafrídagsins. Skipuleggjandi viðburðarins segir enn töluvert óunnið í jafnréttisbaráttunni þótt jafnrétti eigi að vera bundið í lög.
Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar viðurkennir að nefndum sveitarfélagsins sé þröngur stakkur sniðinn við gerð fjárhagsáætlunar. Sveiflur í helstu atvinnustoðum sveitarfélagsins geta reynst því dýrar og vaxtakostnaður er mikill baggi á því.
Lifandi skógarmítill fannst nýverið í íbúðarhúsnæði á Egilsstöðum. Sérfræðingur segir ekki nýtt að þeir finnist á Austfjörðum þótt ekki sé víst að þeir séu landlægir hér.