Naumur meirihluti Breiðdælingar vill sameinast öðru sveitarfélagi, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var samhliða sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Fjarðabyggð virðist álitlegast sameiningarkosturinn.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Seyðisfirði. Seyðisfjarðarlistinn hefur lagt til að ekki verði prófað að skipta bæjarstjórninni eftir línum meiri- og minnihluta.
Hákon Hansson, dýralæknir, varð efstur í kjöri til sveitarstjórnar Breiðdalshrepps. Aðeins um helmingur þeirra sem voru á kjörskrá nýtti atkvæðisrétt sinn.
Öll framboðin í Fjarðabyggð koma að þremur mönnum í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Framsóknarflokkurinn vinnur mann af Sjálfstæðisflokknum en listarnir mynda meirihlutann.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Fjarðabyggð. Oddviti Sjálfstæðismanna segir vilja kjósenda nokkuð skýran um að þeir styðji meirihlutann áfram.
Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta á Fljótsdalshéraði ræða saman um áframhaldandi samstarf. Oddviti Framsóknarflokksins segist túlka niðurstöður kosninganna á laugardag sem stuðningsyfirlýsingu við sitjandi meirihluta.
F – listi framfara fær meirihlutann í sveitarstjórn Djúpavogshrepps á næsta kjörtímabili. Sex atkvæði skildu hann frá Óskalistanum en listarnir tveir voru einir í framboði.
Jón Þór Þorvarðarson, bóndi á Glúmsstöðum I í Fljótsdal, stóð á bæjarhlaðinu þegar aurskriða féll niður fjallshlíðina í gær. Skriðan fór sitt hvorum megin við fjárhúsin á bænum.
Þreifingar eru hafnar um myndun meirihluta á Vopnafirði en ekki ljóst hvaða stefnu þær munu taka. Oddviti Betra Sigtúns segir að rætt verði við báða flokkana.
Meirihluti Framsóknarflokks og Á-lista á Fljótsdalshéraði heldur. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur mann af Héraðslistanum. Litlu munar að þriðji maður Á-lista felli út þriðja mann Framsóknar sem tapar nokkru fylgi.
Sex atkvæði skilja að listana þrjá sem buðu fram á Seyðisfirði. Sjálfstæðisflokkurinn tapar töluverði fylgi en heldur sínum þriðja manni á tveimur atkvæðum.