Dæmdur til að greiða 15 milljónir fyrir brot á skattalögum

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Smiða ehf. var í vikunni dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir „meiri háttar brot á skattalögum.“ Honum ber að auki að greiða tæpar 15 milljónir í sekt.
 

Lesa meira

Útskrift hjá Stóriðjuskóla Fjarðaáls: Skemmtilegur og fróðlegur tími

storidjuskolinn_web.jpg
Tuttugu og sjö nemendur voru útskrifaðir úr grunnnámi Stóriðjuskóla Fjarðaáls fyrr í mánuðinum. Tilgangur námsins er að auka þekkingu og getu nemenda, sem allir vinna hjá Fjarðaáli, til að takast á við flókin og krefjandi störf í álveri. Stór hluti nemenda hefur þegar skráð sig í framhaldsnám Stóriðjuskólans sem hefst eftir áramót.

Lesa meira

Páll Baldurs: Skömm íslensks samfélags er mikil eftir það sem stúlkurnar þrjár máttu þola

pall_baldursson.jpg
Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega fyrir vinnubrögð þeirra í forræðisdeilu Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur við danskan barnsföður hennar um dætur þeirra þrjár. Íslenskir dómstólar dæmdu í fyrra að málið skyldi útkljáð ytra og hún ætti að fara með stelpurnar út. Þær voru þangað færðar með lögregluvaldi í sumar og föðurnum að lokum dæmt fullt forræði.

Lesa meira

Vék FME manni úr stjórn sem var löngu hættur?

stapi_logo.jpg
Fjármálaeftirlitið (FME) tilkynnti í dag að það hefði einhliða vikið Sigurði Jóhannessyni úr stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Tilkynningin vekur athygli þar sem samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum hætti Sigurður í stjórninni í vor.

Lesa meira

40% fengust upp í kröfur á Malarvinnsluna

malarvinnslan.jpg
Um 40% fengust upp í kröfur í bú Malarvinnslunnar en skiptum á því lauk fyrir skemmstu. Heildarkröfur í búið voru tæpir tveir milljarðar króna.

Lesa meira

Séra Svavar: Snjóflóðin voru einfaldlega ekki umræðuefni

svavar_stefansson.jpg
Séra Svavar Stefánsson segir samfélagið í Neskaupstað á sínum tíma lítið hafa viljað ræða hinar sálrænu afleiðingar snjóflóðanna sem féllu á bæinn rétt fyrir jólin 1974. Hann tók við sókninni tveimur árum eftir áfallið og vildi reyna að græða dýpstu og ósýnilegustu sárin.
 

Lesa meira

Brynhildur verður efst hjá Bjartri framtíð

bjort_framtid.png
Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor. Stefán Már Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, verður efstur Austfirðinga.

Lesa meira

Láran opin á ný: Sú gamla skipaði að byggt yrði upp aftur

laran_opnun.jpg
Kaffi Lára – El Grillo bar, var opnuð með pompi og prakt um síðustu helgi, en unnið hefur verið að endurbyggingu þess undanfarna mánuði eftir að húsið stórskemmdist í bruna í vor. Eyþór Þórisson, veitingamaður, segir aldrei hafa komið til greina að hætta rekstrinum.

Lesa meira

Fjarðabyggð: Við erum að borga skuldir hratt niður

pall_bjorgvin_2012.jpg
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir sveitarfélagið vera á góðri leið með að borga niður skuldir sínar. Jafnvægi sé komið í reksturinn eftir niðurskurð síðustu ár.

Lesa meira

Sigurði var vikið úr varastjórn

stapi_logo.jpg
Sigurði Jóhannessyni var vikið úr varastjórn Stapa lífeyrissjóðs í byrjun mánaðarins. Fjármálaeftirlitið taldi hann ekki hafa uppfyllt hæfisskilyrði.

Lesa meira

Guðbjartur: Óyggjandi að margir hafa veikst af myglu í húsum

gudbjartur_hannesson.jpg
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir það óyggjandi að margir hafi veikst vegna myglusvepps í húsum. Skoða þurfi málið heildstætt, út frá tryggingu og heilbrigðiskerfinu. Hann tekur jákvætt í hugmyndir um að fá Íbúðalánasjóð til að hýsa þá sem ekki geta búið í húsum sínum sem eru skemmd.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar