Alcoa vill framleiða meira
Alcoa Fjarðaál hefur sótt um starfsleyfi fyrir meiri framleiðslu en það hefur í dag. Það kann að hafa í för með sér meiri brennisteinslosun en er í dag.
Alcoa Fjarðaál hefur sótt um starfsleyfi fyrir meiri framleiðslu en það hefur í dag. Það kann að hafa í för með sér meiri brennisteinslosun en er í dag.
Mikið hóf var haldið í veiðihúsinu í Breiðdal fyrir viku í tilefni þess að eitt þúsund laxar voru þá komnir á land úr ánni í sumar. Þúsund laxa múrinn hefur ekki áður verið rofinn.
Líkamsmeiðingar eru fátíðastar í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði og umdæmi sýslumannsins á Eskifirði er það þriðja öruggasta.
Öllum starfsmönnum Fiskverkunar Karls Sveinssonar á Borgarfirði var á fimmtudag sagt upp störfum. Karl segir samkeppnisaðila sína beita bolabrögðum með að nota ólögleg efni til að gera fiskinn hvítari.
Vínbúð hefur opnað í húsnæðinu sem áður hýsti lögreglustöðina á Seyðisfirði. Fangaklefarnir hafa verið brotnir niður þannig að lögreglan hefur enga slíka aðstöðu á staðnum. Bæjarstjórinn segir um klassíska aðferðafræði ríkisins að ræða þar sem peningur sparist hjá ákveðnum embættum en ekki ríkinu sjálfu.
Helga Jónsdóttir, fyrrum bæjarstýra í Fjarðabyggð, segist aldrei hafa ætlað sér að gegna starfinu lengur en eitt kjörtímabil. Hún segist skilja sátt við starfið og sveitarfélagið standi styrkum fótum þótt það skuldi mikið.
Starfsmaður HB Granda á Vopnafirði skemmdi tæki og tól í frystihúsi fyrirtækisins aðfaranótt laugardags með sleggju. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur játað brot sitt fyrir lögreglu og telst málið upplýst.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Fjarðabyggðar tók Páll Björgvin Guðmundsson við embætti bæjarstjóra. Helga Jónsdóttir afhenti Páli lyklavöldin í lok fundar og óskaði honum góðs gengis í embættinu.
Formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar segir félagið stefna að því að halda öllum lykilmönnum sínum. Liðið féll úr 1. deild um helgina eftir 9-1 ósigur gegn Þór á Akureyri.
Seinasta vika var fremur róleg hjá lögreglunni á Eskifirði í seinustu viku. Hæst bar fjögur útköll vegna veðurs.
Táningspiltur laumaði sér með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Hann hefur beðið um hæli hér á landi.
Íslandspóstur er tilbúinn í viðræður við sveitarfélagið Fjarðbyggð um framtíð afgreiðslu fyrirtækisins á Stöðvarfirði. Allir möguleikar koma til greina.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.