Trúnaðarmaður starfsmanna hjá Brimbergi á Seyðisfirði segir starfsmenn uggandi um framtíð sína í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hafi annars staðar á landinu. Tækifæri felist hins vegar í því ef staðið verður við fyrirheit um áframhaldandi útgerð og vinnslu á staðnum.
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, var í dag kjörinn nýr formaður stjórnar Austurbrúar að loknum framhaldsaðalfundi stofnunarinnar. Fyrsta verk stjórnarinnar var að ráða Jónu Árnýju Þórðardóttur áfram sem framkvæmdastjóra til áramóta.
Útlit er fyrir að rekstur Breiðdalshrepps sé á leið í rétta átt miðað við milliuppgjör ársins. Miðað við útgönguspá næst þó ekki takmark fjárhagsáætlunar.
Á síðasta símafundi Almannavarna ríkisins þar sem fulltrúar almannavarna og sveitarfélaga vítt um land fá nýjustu upplýsingar um stöðu eldsumbrota í Holuhrauni og umbrota í Bárðarbungu, kom fram að fyrirhuguð uppsetning mæla víða um land til mælinga eiturefna og loftgæða.
Lögreglumanni á Egilsstöðum var í lok ágúst vikið frá störfum vegna gruns um að hann hefði stungið sektum fyrir umferðarlagabrot í vasann. Yfirlögregluþjónn á Eskifirði, sem fer með rannsókn málsins, segir rannsóknina umfangsmikla.
Íslandspóstur hefur óskað eftir að fækka póstburðardögum á 111 bæjum í dreifbýli við sex þéttbýlisstaði á Austfjörðum úr fimm í þrjá. Í umsókn póstsins segir meðal annars kostnaður við að þjónusta heimili í sveitum megi ekki verða óeðlilega hár.
Fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eru væntanlegir austur á morgun til að hefja undirbúning að samræmdi viðbragðs- eða rýmingaráætlun fyrir Austurlands vegna mögulegs eldgoss í Bárðarbungu.
Síldarvinnslan hefur gengið frá kaupum á útgerðinni Gullbergi sem gerir út togarann Gullver og frystihúsinu Brimbergi á Seyðisfirði. Starfsfólk hefur verið boðað til fundar klukkan tíu.
Bændur í Fljótsdal hafa orðið var við að tæki þeirra ryðga óeðlilega hratt eftir að mengun tók að berast frá eldgosinu í Holuhrauni tók að berast yfir svæðið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun staðfestir að tærandi efni frá gosinu geti valdið þess.
Ákveðið hefur verið að fresta opnum fundi um framtíð póstmála sem halda átti á Egilsstöðum í dag vegna veðurs. Til stendur að fækka dreifingardögum á Austfjörðum.
Þriggja ára sameiginlegri vinnu ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og samfélagsins við að skilgreina Austurland sem áfangastað var ýtt úr vör með dagsfundi á Hótel Hildibrand í Neskaupstað miðvikudaginn 24. september s.l.