Landeigendur Áreyja í Reyðarfirði hafa farið fram á það við forsvarsmenn Alcoa Fjarðaáls að dreifingu flúor frá álverinu yfir land þeirra verði hætt. Þeir segja þau háu gildi flúor sem mælst hafa í grasi á svæðinu hafa haft áhrif á starfsemi þeirra og landnýtingu.
Keyptir hafa verið fjörtíu nýir mælar til að mæla brennisteinsmengun á landinu. Níu þeirra verður komið upp á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs á næstu dögum. Ekki verður þó hægt að fylgjast með upplýsingum frá öllum þeirra í rauntíma.
Áhöfn hafnsögubátsins Vattar kannar nú innihald mengunarbrákar í sjónum við álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hvorki er vitað hvað er á ferðinni í sjónum né hvaðan efnið kemur.
Til stendur að varðskipið Þór dragi flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði á háflóði á hádegi. Landhelgisgæslan ákvað í gærkvöldi að beita íhlutunarrétti sínum eftir að útgerð skipsins hafði hætt við tilraun til að losa skipið í gærkvöldi.
Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að mikilvægt hafi verið að ná flutningaskipinu Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði á meðan aðstæður væru þar sem bestar. Skipið var dregið á flot rétt fyrir klukkan ellefu í morgun.
Ekki tókst að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði á hádegi eins og vonir stóðu til. Taug varðskipsins Þórs slitnaði við átakið.
Meiri hætta er af innöndun mengunarefna frá eldgosinu í Holuhrauni heldur en neyslu matjurta í nágrenni við gosið. Betra er þó að skola jurtirnar fyrir neyslu.
Aðgengi hefur verið aukið að upplýsingum um mengun frá eldgosinu í Holuhrauni á vef Veðurstofunnar. Unnið er að ráðstöfunum til að fylgjast betur með gosmengun í byggð.
Varðskipið Þór togaði flutningaskipið Green Freezer af strandstað nú rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Eftir að slík tilraun mistókst fyrir sólarhring var olíu dælt úr skipinu til að létta það.
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir jarðvísindamenn búast við jarðhræringarnar í Bárðarbungu leiði til stórs goss þar. Slíkt myndi valda hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum og rjúfa samgöngur milli Austur- og Norðurlands.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2014 var settur á Vopnafirði klukkan tíu í morgun. Hann er haldinn í Vopnafjarðarskóla og stendur í tvo daga. Á fundinum eiga seturétt fulltrúar allra átta sveitarfélaganna sem eru aðilar að Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Eigendum flutningaskipsins Green Freezer, sem strandaði í gærkvöldi í Fáskrúðsfirði, var í dag veittur frestur til klukkan sex til að ná skipinu af strandstað. Von er á varðskipinu Þór á strandstað um kvöldmatarleitið.