Orkumálinn 2024

Meirihluti bæjarfulltrúa sat hjá við staðfestingu samninga um kaup á reiðhöllinni

reidholl idavollumFimm fulltrúar í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs af níu sátu hjá þegar samningur um kaup sveitarfélagsins á hlutafé hestamannafélagsins Freyfaxa í Reiðhöllinni Iðavöllum ehf. var staðfestur á miðvikudag. Bæjarfulltrúar lýstu yfir miklum efasemdum um framtíðar rekstur hallarinnar á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.

Lesa meira

Vilja hið minnsta þrjátíu opinber störf í viðbót á Austurland

valdimar o hermannsson mai12Austfirskir sveitarstjórnarmenn skora á ríkisvaldið að færa að minnsta kosti þrjátíu ný störf inn í fjórðunginn. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir menn hafa unnið að því að efla undirstöðurnar, meðal annars með stofnun Austurbrúar, til að vera betur í stakk búnir að taka við verkefnum frá ríkinu.

Lesa meira

-25°: Fimbulkulda spáð um helgina

nordurdalur snaefellVeðurfræðingar hafa undanfarna daga spáð um tuttugu stiga frosti um helgina. Frosthörkurnar færast yfir seinni part fimmtudags og standa fram á sunnudag.

Lesa meira

Polar Amaroq verður Beitir NK: Núverandi Beitir seldur til Noregs

img 8399 webBeitir NK hefur verið seldur til Noregs upp í kaup grænlenska útgerðarfélagsins Polar Pelagic, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í. Togarinn Polar Amaroq, sem grænlenska félagið keypti í vor, færist til Síldarvinnslunnar og verður að Beiti.

Lesa meira

PISA: Hefur austfirskum nemendum hefur farið aftur um heilt skólaár?

move week sabina fellaskoliÞeir nemendur sem luku grunnskólanámi árið 2012 eru heilu skólaári á eftir þeim sem útskrifuðust tíu árum fyrr í lesskilningi og stærðfræðilæsi, ef marka má niðurstöður PISA-könnunar. Austfirðingum virðist fara mest aftur ef landshlutarnir eru bornir saman.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að stofna lífi og heilsu vegfarenda í hættu með glannaakstri

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi og heilsu vegfarenda í hættu á ófyrirleitinn hátt með glannaakstri. Viðkomandi ók ítrekað á rangan vegarhelming á miklum hraða á flótta undan lögreglu á Fagradal í fyrrahaust.

Lesa meira

Starfsmannaþorpið fær að standa fram á næsta haust

alcoa starfsmannathorpSveitarfélagið Fjarðabyggð hefur veitt leyfi til að vinnubúðirnar sem reistar voru fyrir verkamennina sem byggðu álverið í Reyðarfirði fái að standa fram til 30. september á næsta ári. Upphaflega áttu búðirnar að vera farnar árið 2008.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.