Niðurskurður HSA: Raunsparnaðurinn innan við sjötíu milljónir
Raunsparnaður á niðurskurði til framlaga til Heilbrigðisstofnunar
Austurlands verður aðeins tæpar sjötíu milljónir. Hætt er við
óafturkræfum og neikvæðum þjóðhagslegum áhrifum gangi hugmyndirnar
eftir. Þetta kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir Fjarðabyggð.
Hún var kynnt fyrir heilbrigðisráðherra í dag og verður kynnt á
íbúafundi í Neskaupstað á morgun.