Minjasafninu að Bustarfelli í Hofsárdal í Vopnafirði hefur nú verið lokað eftir sumarvertíðina en safnið er opið ár hvert frá 10. júní til 10. september. Austurfrétt heyrði í Berghildi Fanney Hauksdóttur safnstjóra og spurði hana hvernig sumarið hafi verið og hvort aðstandendur Bustarfells hafi fundið fyrir einhverri breytingu eftir að ný vegtenging á milli Vesturárdals og Hofsárdals var tekin í notkun.
Nýtt frumkvöðlasetur, Djúpið, tekur til starfa á Djúpavogi á næstu dögum. Setrið verður bæði opið námsmönnum og frumkvöðlum sem vinna að nýsköpunarverkefnum.
Töluvert tjón varð í eldsvoða í vélageymslu við bæinn Refsstað í Vopnafirði í gærkvöldi. Slökkvistarf gekk þó vel og var slökkviliðið aðeins um tíu mínútur á staðinn.
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) hefur óskað eftir liðsinni bæjaryfirvalda við að byggja stúku við Eskifjarðarvöll. Slíkt er skilyrt í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) fyrir lið í fyrstu deild en þar mun Fjarðabyggð spila næsta sumar.
Stefnt er að því að fjölga störfum á vegum Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni um 4-5 á næstu árum. Fjárhagur stofnunarinnar er afar erfiður, skuldir miklar og stöðugt skorið niður síðustu ár. Nýr útvarpsstjóri segist vilja færa áherslurnar frá umbúðunum yfir á innihaldið.
Yfir 2600 míkrógrömm á rúmmetra af brennisteinsdíoxíði mældust á stöðvum í Reyðarfirði um klukkan eitt í nótt. Spáð er að mengun frá gosstöðvunum við Holuhraun leggi yfir Austurland í dag.
Alls voru 88 dýr eftir óveidd þegar hreindýraveiðitímabilinu lauk í lok laugardags. Haft var samband við yfir 600 manns síðustu dagana til að reyna að koma út veiðileyfum. Þriðjungur þeirra sem fengu úthlutað leyfum í byrjun skilaði þeim inn.
Austfirskir sveitarstjórnarmenn telja þörf á að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir allan fjórðunginn vegna mögulegs eldgoss í Bárðarbungu. Formaður Sambands sveitarfélaga (SSA) segir þörf á að hafa upplýsingarnar aðgengilegar á einum stað.
Þingmenn úr Norðausturkjördæmi segja það ekki ganga að þeir sem ábyrgð beri á fjarskiptaþjónustu komist upp með að vísa hver á annan. Fjöldi dæma síðustu vikur um ótryggt samband kalli á markvissari viðbrögð. Á meðan sambandið sé ekki betra en það er upplifi íbúar á landsbyggðinni sig annars flokks.
Enn er beðið eftir niðurstöður efnagreiningar á mengun sem varð vart í sjónum rétt hjá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði á föstudag. Mengunin hvarf fljótt sjónum úr sjónum.