Mikil fjölgun safngesta á Bustarfelli eftir að millidalaleiðin var tekin í notkun

BurstafellMinjasafninu að Bustarfelli í Hofsárdal í Vopnafirði hefur nú verið lokað eftir sumarvertíðina en safnið er opið ár hvert frá 10. júní til 10. september. Austurfrétt heyrði í Berghildi Fanney Hauksdóttur safnstjóra og spurði hana hvernig sumarið hafi verið og hvort aðstandendur Bustarfells hafi fundið fyrir einhverri breytingu eftir að ný vegtenging á milli Vesturárdals og Hofsárdals var tekin í notkun.

Lesa meira

Frumkvöðlasetri komið á fót á Djúpavogi

djupivogur mai14Nýtt frumkvöðlasetur, Djúpið, tekur til starfa á Djúpavogi á næstu dögum. Setrið verður bæði opið námsmönnum og frumkvöðlum sem vinna að nýsköpunarverkefnum.

Lesa meira

Knattspyrna: Fjarðabyggð þarf að byggja stúku

kff meistarar2014 etkKnattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) hefur óskað eftir liðsinni bæjaryfirvalda við að byggja stúku við Eskifjarðarvöll. Slíkt er skilyrt í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) fyrir lið í fyrstu deild en þar mun Fjarðabyggð spila næsta sumar.

Lesa meira

Útvarpsstjóri: RÚV hefur skyldum að gegna við alla landsmenn

magnus geir thordarson vpfj14 mmth webStefnt er að því að fjölga störfum á vegum Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni um 4-5 á næstu árum. Fjárhagur stofnunarinnar er afar erfiður, skuldir miklar og stöðugt skorið niður síðustu ár. Nýr útvarpsstjóri segist vilja færa áherslurnar frá umbúðunum yfir á innihaldið.

Lesa meira

88 dýr eftir af hreindýraveiðikvótanum í lok tímabils

joi guttAlls voru 88 dýr eftir óveidd þegar hreindýraveiðitímabilinu lauk í lok laugardags. Haft var samband við yfir 600 manns síðustu dagana til að reyna að koma út veiðileyfum. Þriðjungur þeirra sem fengu úthlutað leyfum í byrjun skilaði þeim inn.

Lesa meira

Sigrún Blöndal nýr formaður SSA

sigrun blondal x2014Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, er nýr formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Lesa meira

Engin samræmd rýmingaráætlun til fyrir Austurland vegna eldgoss

eldgos 08092014 0139 unninAustfirskir sveitarstjórnarmenn telja þörf á að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir allan fjórðunginn vegna mögulegs eldgoss í Bárðarbungu. Formaður Sambands sveitarfélaga (SSA) segir þörf á að hafa upplýsingarnar aðgengilegar á einum stað.

Lesa meira

Alþingi: Of mikið um ómarkviss vinnubrögð og misheppnaðar fjárfestingar í fjarskiptamálum

lineik anna nov12Þingmenn úr Norðausturkjördæmi segja það ekki ganga að þeir sem ábyrgð beri á fjarskiptaþjónustu komist upp með að vísa hver á annan. Fjöldi dæma síðustu vikur um ótryggt samband kalli á markvissari viðbrögð. Á meðan sambandið sé ekki betra en það er upplifi íbúar á landsbyggðinni sig annars flokks.

Lesa meira

Skiptum lokið á búi Skuldaþaks

reydarfjordur hofnEkkert fékkst upp í rúmlega þrjátíu milljóna króna kröfur í þrotabú Skuldaþaks ehf. sem skráð var með lögheimili á Reyðarfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.