Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 14.30 – 18.30 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Í ár verður sjónum beint sérstaklega að menntamálum.
Íbúar á Eskifirði hafa áhyggjur af umfangi efnis úr Norðfjarðargöngum sem komið hefur verið fyrir neðan við bæinn. Þeir hafa meðal annars áhyggjur af áhrif umferðar á fuglalíf.
Ferðaþjónustufyrirtækið Austurför mun hafa yfirumsjón með markaðssetningu og verkefnastjórnun fyrir nýstofnuð samtök þjónustufyrirtækja á Fljótsdalshéraði. Félagið fær stuðning frá sveitarfélaginu til að fylgja markaðssetningu þjónustusamfélagsins eftir.
Gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls, hefur verið kærður til lögreglu en grunur leikur á að hann hafi dregið sér umtalsverðar upphæðir úr sjóðum félagsins.
Til stendur að nota næstu mánuði til að meta hvernig til hefur tekist með stofnun Austurbrúar og kortleggja framtíð stofnunarinnar. Hörð átök hafa verið innanhúss síðustu mánuði og framtíð framkvæmdastjórans er í lausu lofti.
Félagið Villikettir hefur sent bæjaryfirvöldum á Fljótsdalshéraði mótmæli vegna átaks sveitarfélagsins um fækkun villikatta. Tæplega fjögur hundruð undirskriftir söfnuðust til stuðnings mótmæla Villikattanna.
STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf er að kynna verkefni sem ber yfirskriftina Sumarstörf á landsbyggðinni, en það gengur út á að leita eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki vítt og breytt um landið sem hafa í hyggju að ráða til sín sumarstarfsfólk.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið karlmann fyrir að hafa löðrungað annan mann í áflogum og valdið spjöllum á bifreið hans. Hann stefndi hinum manninum fyrir að hafa nefbrotið sig en sá var sýknaður á grundvelli neyðarvarnar.
Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð telja nauðsynlegt að tryggja afhendingu raforku í sveitarfélaginu. Aukakostnaður þar sem kynda hefur þurft í Neskaupstað með olíu í mars og apríl nemur milljónum króna. Formaður bæjarráðs segir svarið vera að leggja nýja byggðarlínu yfir Sprengisand.
Baldvin Harðarson myndaði í haust íbúðarhús í Fljótsdal með hitamyndavél. Hún sýnir hvar varmi tapast úr húsinu. Upplýsingarnar má nota til að einangra og þétta húsin betur og ná fram betri orkunýtingu. Baldvin, sem býr í Færeyjum, segi betri orkunýtingu hafa orðið að áhugamáli og síðar atvinnu eftir að hann fékk fyrsta orkureikninginn þar.
Þeir þrír geislafræðingar sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) sögðu upp störfum í byrjun apríl. Þeir fara fram á hækkun grunnlauna í samningi sem ekki hefur verið endurnýjaður síðan árið 2006. Framkvæmdastjóri lækninga vonast til að lausn náist eftir páska.